Handbolti

Landsliðið valið fyrir Ólympíuumspilið | Ólafur og Snorri með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson er í landsliðinu á nýjan leik.
Ólafur Stefánsson er í landsliðinu á nýjan leik. Mynd/Pjetur
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 20 leikmenn í íslenska landsliðið sem tekur þátt í umspili fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum í Króatíu dagana 6.-8. apríl næstkomandi.

Ísland leikur vináttulandsleik gegn Noregi á þriðjudaginn næstkomandi, klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni. Miðasala er hafin á leikinn á vefsíðunni midi.is.

Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson gefa kost á sér á nýjan leik en þeir misstu báðir af EM í Serbíu í janúar. Alexander Petersson getur hins vegar ekki spilað með liðinu vegna meiðsla.

Landsliðshópurinn:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:

Arnór Atlason, AG Köbenhavn

Aron Pálmarsson, Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf

Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn

Ingimundur Ingimundarson, Fram

Kári Kristján Kristjánsson, HSG D/M Wetzlar

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Ólafur Guðmundsson, Nordsjælland

Ólafur I. Stefánsson, AG Köbenhavn

Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen

Rúnar Kárason, Die Bergische Handball Club

Sigurbergur Sveinsson, RTV 1879 Basel

Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn

Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukar

Sverre Jakobsson, Grosswallstadt

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce




Fleiri fréttir

Sjá meira


×