Fótbolti

Spænsk fótboltalið skulda 135 milljarða í skatt

Lionel Messi hefur skemmt áhorfendum á Spáni á undanförnum árrum. Spænsku félögin skulda um 135 milljarða í skatt.
Lionel Messi hefur skemmt áhorfendum á Spáni á undanförnum árrum. Spænsku félögin skulda um 135 milljarða í skatt. Getty Images / Nordic Photos
Spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid eru til alls líkleg í Meistaradeild Evrópu en liðin eru talin á meðal þeirra sigurstranglegustu. Það bíða margir spenntir eftir morgundeginum þegar dregið verður í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar og þar gætu „spænsku risarnir" mæst.

Á spænska þinginu er ekki alveg eins góð stemning því þar er fjallað um stórkostlegar skattaskuldir spænskra fótboltaliða – sem eru taldar vera um 135 milljarðar kr.

Skattaskuldin er aðeins hjá liðum í efstu deildum á Spáni. Miguel Cardenal sem fer með stjórnina í íþróttamálaráðuneytinu á Spánar segir að liðin verði að gera upp skuldir sínar við samfélagið.

Fjárhagsstaða spænskra fótboltaliða er almennt ekki góð og eru allar líkur á því að félögin verði að komast að samkomulagi um að greiða aðeins hluta af þessari gríðarlegu skattaskuld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×