Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 89-101 Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 15. mars 2012 13:55 mynd/jón björn Snæfell vann sterkan sigur á deildarmeisturum Grindavíkur í kvöld. Grindavík þurfti því að lyfta deildarbikarnum við frekar leiðinlegar aðstæður en þetta var annar tapleikur liðsins í röð. Gestirnir úr Hólminum voru mikið grimmari allt frá upphafi og unnu afar sanngjarnan sigur. Grindavík virtist ekki vera með hugann við efnið og átti nákvæmlega ekkert skilið úr þessum leik. Nánari leiklýsingu má lesa neðar í greininni.Páll Axel: Vorum skítlélegir "Við vorum bara skítlélegir í dag. Það er ekkert flóknara en það," sagði fyrirliði Grindavíkur, Páll Axel Vilbergsson, allt annað en kátur rétt áður en hann lyfti deildarmeistaratitlinum. "Það á ekkert að vera erfitt að gíra sig upp í leikinn þó svo við séum búnir að vinna deildina. Það er bara aumingjaskapur og þvæla. "Ég veit ekki hvað er að. Ef við förum svona í úrslitakeppnina þá er ekki von á góðu. Við verðum að gjöra svo vel að gíra okkur upp. Við höfum fengið mörg spörk í afturendann í vetur en það hefur ekki skilað neinu. "Það er verst að vera svona skítlélegir og algjörlega meðvitaðir um það," sagði Páll Axel en hann brosti ekki mikið er hann lyfti bikarnum.Hankins-Cole: Vorum vel undirbúnir Quincy Hankins-Cole fór mikinn í liði Snæfells í kvöld. Skoraði 21 stig og tók 17 fráköst. "Það er farið að styttast í úrslitakeppnina þannig að við tökum hvern leik eins og hann sé í úrslitakeppninni. Við erum að berjast um sæti og gáfum allt í þetta. Það skilaði sigrinum," sagði Hankins-Cole og brosti breitt. "Þjálfarinn stóð sig vel alla vikuna við að undirbúa okkur. Við vorum algjörlega tilbúnir fyrir allt hjá Grindavík og því kom ekkert í þeirra leik okkur á óvart," sagði Hankins-Cole en hvað með eigin frammistöðu? "Ég býst við að þetta hafi verið ágætur leikur hjá mér en ég get gert betur. Það var númer eitt að komast í úrslitakeppnina og nú höldum við áfram."Grindavík-Snæfell 89-101 Grindavík: J'Nathan Bullock 25/13 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 18/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/9 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 6/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 6/5 fráköst, Ryan Pettinella 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Ármann Vilbergsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0. Snæfell: Marquis Sheldon Hall 22/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 21/17 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/6 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 14, Sveinn Arnar Davidsson 8/5 stoðsendingar, Ólafur Torfason 2/4 fráköst, Óskar Hjartarson 2, Magnús Ingi Hjálmarsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson Áhorfendur: 269Leik lokið: Grindavík-Snæfell 89-1014. leikhluti: Þessi sprettur Grindvíkinga kom of seint og var ekki nógu kröftugur. 82-95 þegar 1.37 er eftir.4. leikhluti: Snæfell var byrjað að fagna en þá komu smá dauðakippir hjá Grindavík. Komu þessu niður í 12 stig, 78-90. 3.46 mín eftir.4. leikhluti: Snæfell er að sigla tveim mikilvægum punktum heim í Hólminn. 72-90 þegar 4.30 mín eru eftir af leiknum.4. leikhluti: Grindjánum gengur afar illa að snúa þessum leik sér í hag. Snæfellingar sem fyrr beittir og grimmir. Stefnir allt í sigur þeirra. 70-88 þegar 6.40 mín eru eftir. Helgi Jónas tekur leikhlé og veitir ekki af.4. leikhluti: Hafþór Ingi með tvo þrista og nær að slökkva aðeins í heimamönnum. 63-82. Hafþór skartar flottustu mottunni í kvöld þess utan.3. leikhluti búinn | Grindavík-Snæfell 61-75 | Grindavík með fínar lokamínútur í þriðja leikhlutanum. Náðu mest að minnka muninn í ellefu stig en munurinn er fjórtán þegar einn leikhluti er eftir..3. leikhluti: Snæfell gaf nokkuð eftir á meðan Sheldon Hall fór af velli. Grindvíkingar eru hættir að væla í dómaranum og farnir að spila körfubolta. 54-69 og með sama áframhaldi fáum við smá leik. 2.35 mín eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti: Sheldon Hall fær skell og er smá tíma að jafna sig. Hann heldur áfram en þarf aðeins að hvíla. Snæfell enn með öll tök á leiknum. 49-62 og 5 mín eftir af þriðja.3. leikhluti: Snæfell opnar seinni hálfleik á tveim þristum. Hálfleiksræða Helga ekki alveg að skila sér í upphafi. 39-58.Aukapunktur: Það varð uppi fótur og fit um miðjan fyrri hálfleik þegar þrír karlmenn hlupu úr salnum með miklum látum. Þeir eru allir slökkviliðsmenn á svæðinu en það var kallað út áðan. Er þeir komu á "brunasvæðið" var lítið að frétta. Aðeins verið að ræsa eldgamlan Benz sem spýtti út bláum reyk. Eigandinn ku vera hæstánægður með eintakið.Hálfleikur | Grindavík-Snæfell 39-52 | Grindvíkingar náðu aðeins að saxa á muninn undir lokin. Hankins-Cole og Hall stigahæstir hjá gestunum með 13 stig. Bullock yfirburðamaður hjá Grindavík með 17 stig. Grindvíkingar fóru reiðir inn í klefa og skelltu hurðinni á eftir sér - fast.2. leikhluti: Grindvíkingar sem fyrr pirraðir. Rífast í dómurunum og hvor öðrum. Snæfell tekur aftur á móti þá skynsömu ákvörðun að einbeita sér að leiknum. Það er líka að skila sér í fínni forystu, 31-45, þegar 3 mín eru eftir af hálfleiknum.2. leikhluti: "Siggi, komdu hérna. Hvað erum við að gera í pick & roll?" Helgi Jónas les yfir Sigurði Þorsteinssyni eins og leikskólakrakka. Helgi allt annað en sáttur við sitt lið. Munurinn var 20 stig áðan - 23-43 - en er minni núna, 29-43. Rúmar 5 mín eftir af hálfleiknum.2. leikhluti: Gestirnir ekkert að slaka á klónni. 23-40 og 7.40 mín eftir af fyrri hálfleik.1. leikhluta lokið | Grindavík-Snæfell 21-34 | Gestirnir verið mun ákveðnari á meðan það er eitthvað slen yfir heimamönnum. Hankins Cole stigahæstur hjá Snæfelli með 10 stig. Mottumennirnir Pálmi og Nonni Mæju einnig góðir. Bullock með 11 stig í liði Grindjána og eini maðurinn í liði deildarmeistaranna sem er eitthvað að gera.1. leikhluti: Gestirnir sem fyrr með frumkvæði í leiknum. Heimamenn farnir að væla yfir dómgæslu en þurfa einfaldlega að girða sig í brók. 17-23 og 3.20 mín eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti: "Nú gekk leiktíminn og klukkan í fimm sek eftir að hún átti að stoppa," segir Sigmundur sem sættir sig illa við hversu slakir heimamenn eru vegna þessara smáatriða. Leikurinn heldur áfram og verður áhugavert að fylgjast með klukkunni næstu mínútur. Staðan er 13-15.1. leikhluti: Klukkan virðist ekki vera í lagi eftir allt saman. Menn tala hér saman í gegnum labbrabb-tæki sem eru orðin allt of sjaldséð hér á landi. Staðan er annars 8-15 og 6 mín eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti: "Það er allt farið af töflunni, engar villur, stig eða neitt," segir Sigmundur dómari. Ritaraborðið er pollrólegt og svarar: "Það kemur þegar eitthvað gerist næst."1. leikhluti: Gestirnir byrja leikinn betur og komast fljótt í 2-8. Heimamenn fljótir að svara. 8-10 þegar þrjár mín eru búnar af fyrsta leikhluta.1. leikhluti: Leikurinn er hafinn og Grindavík sækir að skiltinu þar sem stendur Verkalýðslfélag. Stafsetningarvillan er ekki mín.Fyrir leik: Fólkið hér í Grindavík þarf að rífa sig upp. Það á besta körfuboltalið landsins en aðeins 80 áhorfendur eru í húsinu þegar liðin eru kynnt til leiks. Skamm, skamm Grindjánar.Fyrir leik: Grindjánar hafa ekki gleymt KR-ingunum í Quarashi og spila hér Baseline á fullu blasti. DJ-inn virðist síðan hafa brugðið sér í kaffi því í kjölfarið tekur þögnin ein við.Fyrir leik: Samkvæmt opinberum hitamæli í húsinu er hitastigið 22 gráður hér inni. Það ku vera kjöraðstæður.Fyrir leik: Það er farið að fjölga í stúkunni og Hannes Jónsson, formaður KKÍ, er mættur í hús með bikarinn. Hannes er klæddur huggulegum svörtum jakkafötum. Undir jakkanum er síðan vel straujuð, teinótt skyrta. Til fyrirmyndar hjá formanninum.Fyrir leik: Í lið heimamanna í kvöld vantar Giordan Watson. Hann er lítillega meiddur og hvílir aðeins í þessum leik. Að sögn þjálfara Grindavíkur, Helga Jónasar Guðfinnssonar, hefur hann verið slæmur undir ilinni í nokkurn tíma og þarf því aðeins að hvíla.Fyrir leik: Það veldur ofanrituðum vonbrigðum hversu fáir leikmenn eru að taka þátt í Mottumars. Grindvíkingar með allt niður um sig í þeim efnum en Nonni Mæju og Pálmi Freyr halda þessu á floti hjá Hólmurum. Sómi að mottunum þeirra.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Vaktin heilsar úr Röstinni. Það er hálftími í leik og þrír áhorfendur komnir í stúkuna. Um að gera að missa ekki af þessu. Hörkuleikur fram undan. Grindavík reyndar ekki að spila upp á neitt en fær bikar í lok leiks og vill væntanlega vinna áður en deildarbikarinn fer á loft. Snæfell í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þarf sárlega á stigum að halda í þeirri baráttu. Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Snæfell vann sterkan sigur á deildarmeisturum Grindavíkur í kvöld. Grindavík þurfti því að lyfta deildarbikarnum við frekar leiðinlegar aðstæður en þetta var annar tapleikur liðsins í röð. Gestirnir úr Hólminum voru mikið grimmari allt frá upphafi og unnu afar sanngjarnan sigur. Grindavík virtist ekki vera með hugann við efnið og átti nákvæmlega ekkert skilið úr þessum leik. Nánari leiklýsingu má lesa neðar í greininni.Páll Axel: Vorum skítlélegir "Við vorum bara skítlélegir í dag. Það er ekkert flóknara en það," sagði fyrirliði Grindavíkur, Páll Axel Vilbergsson, allt annað en kátur rétt áður en hann lyfti deildarmeistaratitlinum. "Það á ekkert að vera erfitt að gíra sig upp í leikinn þó svo við séum búnir að vinna deildina. Það er bara aumingjaskapur og þvæla. "Ég veit ekki hvað er að. Ef við förum svona í úrslitakeppnina þá er ekki von á góðu. Við verðum að gjöra svo vel að gíra okkur upp. Við höfum fengið mörg spörk í afturendann í vetur en það hefur ekki skilað neinu. "Það er verst að vera svona skítlélegir og algjörlega meðvitaðir um það," sagði Páll Axel en hann brosti ekki mikið er hann lyfti bikarnum.Hankins-Cole: Vorum vel undirbúnir Quincy Hankins-Cole fór mikinn í liði Snæfells í kvöld. Skoraði 21 stig og tók 17 fráköst. "Það er farið að styttast í úrslitakeppnina þannig að við tökum hvern leik eins og hann sé í úrslitakeppninni. Við erum að berjast um sæti og gáfum allt í þetta. Það skilaði sigrinum," sagði Hankins-Cole og brosti breitt. "Þjálfarinn stóð sig vel alla vikuna við að undirbúa okkur. Við vorum algjörlega tilbúnir fyrir allt hjá Grindavík og því kom ekkert í þeirra leik okkur á óvart," sagði Hankins-Cole en hvað með eigin frammistöðu? "Ég býst við að þetta hafi verið ágætur leikur hjá mér en ég get gert betur. Það var númer eitt að komast í úrslitakeppnina og nú höldum við áfram."Grindavík-Snæfell 89-101 Grindavík: J'Nathan Bullock 25/13 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 18/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/9 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 6/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 6/5 fráköst, Ryan Pettinella 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Ármann Vilbergsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0. Snæfell: Marquis Sheldon Hall 22/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 21/17 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/6 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 14, Sveinn Arnar Davidsson 8/5 stoðsendingar, Ólafur Torfason 2/4 fráköst, Óskar Hjartarson 2, Magnús Ingi Hjálmarsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson Áhorfendur: 269Leik lokið: Grindavík-Snæfell 89-1014. leikhluti: Þessi sprettur Grindvíkinga kom of seint og var ekki nógu kröftugur. 82-95 þegar 1.37 er eftir.4. leikhluti: Snæfell var byrjað að fagna en þá komu smá dauðakippir hjá Grindavík. Komu þessu niður í 12 stig, 78-90. 3.46 mín eftir.4. leikhluti: Snæfell er að sigla tveim mikilvægum punktum heim í Hólminn. 72-90 þegar 4.30 mín eru eftir af leiknum.4. leikhluti: Grindjánum gengur afar illa að snúa þessum leik sér í hag. Snæfellingar sem fyrr beittir og grimmir. Stefnir allt í sigur þeirra. 70-88 þegar 6.40 mín eru eftir. Helgi Jónas tekur leikhlé og veitir ekki af.4. leikhluti: Hafþór Ingi með tvo þrista og nær að slökkva aðeins í heimamönnum. 63-82. Hafþór skartar flottustu mottunni í kvöld þess utan.3. leikhluti búinn | Grindavík-Snæfell 61-75 | Grindavík með fínar lokamínútur í þriðja leikhlutanum. Náðu mest að minnka muninn í ellefu stig en munurinn er fjórtán þegar einn leikhluti er eftir..3. leikhluti: Snæfell gaf nokkuð eftir á meðan Sheldon Hall fór af velli. Grindvíkingar eru hættir að væla í dómaranum og farnir að spila körfubolta. 54-69 og með sama áframhaldi fáum við smá leik. 2.35 mín eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti: Sheldon Hall fær skell og er smá tíma að jafna sig. Hann heldur áfram en þarf aðeins að hvíla. Snæfell enn með öll tök á leiknum. 49-62 og 5 mín eftir af þriðja.3. leikhluti: Snæfell opnar seinni hálfleik á tveim þristum. Hálfleiksræða Helga ekki alveg að skila sér í upphafi. 39-58.Aukapunktur: Það varð uppi fótur og fit um miðjan fyrri hálfleik þegar þrír karlmenn hlupu úr salnum með miklum látum. Þeir eru allir slökkviliðsmenn á svæðinu en það var kallað út áðan. Er þeir komu á "brunasvæðið" var lítið að frétta. Aðeins verið að ræsa eldgamlan Benz sem spýtti út bláum reyk. Eigandinn ku vera hæstánægður með eintakið.Hálfleikur | Grindavík-Snæfell 39-52 | Grindvíkingar náðu aðeins að saxa á muninn undir lokin. Hankins-Cole og Hall stigahæstir hjá gestunum með 13 stig. Bullock yfirburðamaður hjá Grindavík með 17 stig. Grindvíkingar fóru reiðir inn í klefa og skelltu hurðinni á eftir sér - fast.2. leikhluti: Grindvíkingar sem fyrr pirraðir. Rífast í dómurunum og hvor öðrum. Snæfell tekur aftur á móti þá skynsömu ákvörðun að einbeita sér að leiknum. Það er líka að skila sér í fínni forystu, 31-45, þegar 3 mín eru eftir af hálfleiknum.2. leikhluti: "Siggi, komdu hérna. Hvað erum við að gera í pick & roll?" Helgi Jónas les yfir Sigurði Þorsteinssyni eins og leikskólakrakka. Helgi allt annað en sáttur við sitt lið. Munurinn var 20 stig áðan - 23-43 - en er minni núna, 29-43. Rúmar 5 mín eftir af hálfleiknum.2. leikhluti: Gestirnir ekkert að slaka á klónni. 23-40 og 7.40 mín eftir af fyrri hálfleik.1. leikhluta lokið | Grindavík-Snæfell 21-34 | Gestirnir verið mun ákveðnari á meðan það er eitthvað slen yfir heimamönnum. Hankins Cole stigahæstur hjá Snæfelli með 10 stig. Mottumennirnir Pálmi og Nonni Mæju einnig góðir. Bullock með 11 stig í liði Grindjána og eini maðurinn í liði deildarmeistaranna sem er eitthvað að gera.1. leikhluti: Gestirnir sem fyrr með frumkvæði í leiknum. Heimamenn farnir að væla yfir dómgæslu en þurfa einfaldlega að girða sig í brók. 17-23 og 3.20 mín eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti: "Nú gekk leiktíminn og klukkan í fimm sek eftir að hún átti að stoppa," segir Sigmundur sem sættir sig illa við hversu slakir heimamenn eru vegna þessara smáatriða. Leikurinn heldur áfram og verður áhugavert að fylgjast með klukkunni næstu mínútur. Staðan er 13-15.1. leikhluti: Klukkan virðist ekki vera í lagi eftir allt saman. Menn tala hér saman í gegnum labbrabb-tæki sem eru orðin allt of sjaldséð hér á landi. Staðan er annars 8-15 og 6 mín eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti: "Það er allt farið af töflunni, engar villur, stig eða neitt," segir Sigmundur dómari. Ritaraborðið er pollrólegt og svarar: "Það kemur þegar eitthvað gerist næst."1. leikhluti: Gestirnir byrja leikinn betur og komast fljótt í 2-8. Heimamenn fljótir að svara. 8-10 þegar þrjár mín eru búnar af fyrsta leikhluta.1. leikhluti: Leikurinn er hafinn og Grindavík sækir að skiltinu þar sem stendur Verkalýðslfélag. Stafsetningarvillan er ekki mín.Fyrir leik: Fólkið hér í Grindavík þarf að rífa sig upp. Það á besta körfuboltalið landsins en aðeins 80 áhorfendur eru í húsinu þegar liðin eru kynnt til leiks. Skamm, skamm Grindjánar.Fyrir leik: Grindjánar hafa ekki gleymt KR-ingunum í Quarashi og spila hér Baseline á fullu blasti. DJ-inn virðist síðan hafa brugðið sér í kaffi því í kjölfarið tekur þögnin ein við.Fyrir leik: Samkvæmt opinberum hitamæli í húsinu er hitastigið 22 gráður hér inni. Það ku vera kjöraðstæður.Fyrir leik: Það er farið að fjölga í stúkunni og Hannes Jónsson, formaður KKÍ, er mættur í hús með bikarinn. Hannes er klæddur huggulegum svörtum jakkafötum. Undir jakkanum er síðan vel straujuð, teinótt skyrta. Til fyrirmyndar hjá formanninum.Fyrir leik: Í lið heimamanna í kvöld vantar Giordan Watson. Hann er lítillega meiddur og hvílir aðeins í þessum leik. Að sögn þjálfara Grindavíkur, Helga Jónasar Guðfinnssonar, hefur hann verið slæmur undir ilinni í nokkurn tíma og þarf því aðeins að hvíla.Fyrir leik: Það veldur ofanrituðum vonbrigðum hversu fáir leikmenn eru að taka þátt í Mottumars. Grindvíkingar með allt niður um sig í þeim efnum en Nonni Mæju og Pálmi Freyr halda þessu á floti hjá Hólmurum. Sómi að mottunum þeirra.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Vaktin heilsar úr Röstinni. Það er hálftími í leik og þrír áhorfendur komnir í stúkuna. Um að gera að missa ekki af þessu. Hörkuleikur fram undan. Grindavík reyndar ekki að spila upp á neitt en fær bikar í lok leiks og vill væntanlega vinna áður en deildarbikarinn fer á loft. Snæfell í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þarf sárlega á stigum að halda í þeirri baráttu.
Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira