Körfubolti

Fjölnismenn unnu Njarðvík og eiga enn möguleika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnþór Freyr Guðmundsson.
Arnþór Freyr Guðmundsson.
Fjölnismenn enduðu fjögurra leikja taphrinu, fóru langt með að bjarga sér frá falli og eru enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni eftir 18 stiga sigur á Njarðvík í Grafarvoginuum í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, 92-74. Fjölnismenn gerðu út um leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann 29-17.

Calvin O'Neal skoraði 27 stig fyrir Fjölni og Nathan Walkup var með 20 stig og 11 fráköst. Miklu munaði þó um frammistöðu þeirra Jóns Sverrissonar (16 stig og 12 fráköst), Arnþórs Freys Guðmundssonar (14 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar) og

Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar (13 stig). Cameron Echols var með 24 stig og 15 fráköst hjá Njarðvík.

Fjölnir komst í 8-4, 12-7 og 20-11 í upphafi leiks og var síðan með sjö stiga forskot, 24-17, eftir fyrsta leikhlutann. Fjölnir jók forskot sitt í byrjun annars leikhluta og var komið tólf stigum yfir, 37-25, þegar hann var hálfnaður. Njarðvíkingar löguðu aðeins stöðuna í framhaldinu en Fjölnir var sjö stigum yfir í hálfleik, 43-36.

Njarðvík skoraði 7 af fyrstu 9 stigum seinni hálfleiks og var búið að minnka muninn í tvö stig, 45-43, eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Njarðvíkingar náðu samt ekki að jafna leikinn og Fjölnir hélt áfram forystunnu. Fjölnir var sex stigum yfir, 63-57, fyrir lokaleikhlutann.

Fjölnismenn voru síðan sterkari aðilinn í lokaleikhlutann þar sem að þeir náðu strax fimmtán stiga forskoti, 83-68 og unnu að lokum 18 stiga sigur, 92-74.



Fjölnir-Njarðvík 92-74 (24-17, 19-19, 20-21, 29-17)

Fjölnir: Calvin O'Neal 27/8 fráköst, Nathan Walkup 20/11 fráköst, Jón Sverrisson 16/12 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13, Daði Berg Grétarsson 2.

Njarðvík: Cameron Echols 24/15 fráköst, Travis Holmes 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 13/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6/7 fráköst, Styrmir Gauti Fjeldsted 6/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Oddur Birnir Pétursson 2, Maciej Stanislav Baginski 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×