Fótbolti

Ibisevic reyndist fyrrum samherjum sínum illa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ibisevic og Sahovic skipast á treyjum eftir leikinn. Ibisevic öllu hressari en landi hans.
Ibisevic og Sahovic skipast á treyjum eftir leikinn. Ibisevic öllu hressari en landi hans. Nordic Photos / Getty
Bosníumaðurinn Venad Ibisevic skoraði bæði mörk Stuttgart sem lagði Hoffenheim að velli 2-1 á útivelli í kvöld. Ibisevic gekk til liðs við Stuttgart frá Hoffenheim í janúar.

Gestirnir frá Stuttgart voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Ibisevic kom liðinu yfir strax á 8. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi. Hann jók muninn í tvö mörk fyrir hlé með fallegu skallamarki.

Í síðari hálfleik tókst landa Ibisevic í liði Hoffenheim, Sejad Salihovic, að minnka muninn úr vítaspyrnu. Lengra komust heimamenn ekki og Stuttgart nældi í þrjú mikilvæg stig.

Stuttgart styrkir stöðu sína í baráttunni um síðasta lausa sætið í Evrópudeildinni á næsta ári eftir sigurinn. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með 36 stig. Liðið hefur leikið leik meira en önnur lið líkt og Hoffenheim sem er í 12. sæti með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×