Fótbolti

Sigurgöngu Real Madrid lauk í kvöld | gerðu jafntefli við Málaga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Real Madrid og Malaga gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en leikurinn fór fram á Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Malaga náði að jafna metinn þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma.

Real Madrid var sterkari aðilinn til að byrja með og réðu gangi leiksins í fyrri hálfleik. Benzema kom liði Real Madrid á bragðið með marki tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins. Cristiano Ronaldo átti frábæra sendingu á Frakkann sem afgreidda boltann snyrtilega í netið.

Síðari hálfleikurinn var nokkuð rólegur en Real Madrid hafði samt fín tök á leiknum og allt leit út fyrir sigur heimamanna. Þegar komið var einni mínútu framyfir venjulegan leiktíma fékk Malaga aukaspyrnu nokkuð fyrir utan teig.

Santi Cazorla, leikmaður Malaga, gerði sér lítið fyrir og hamraði boltann í samskeytin og inn. Gestirnir frá Malaga náðu því að bjarga stiginu rétt í blálokinn.

Real Madrid er því með 71 stig í efsta sæti deildarinnar, átta stigum á undan Barcelona. Malaga er í fimmta sætinu með 41 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×