Körfubolti

Fjölniskonur unnu óvænt sigur á KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bragi Hinrik Magnússon, þjálfari Fjölnis.
Bragi Hinrik Magnússon, þjálfari Fjölnis. Mynd/Stefán
Enn syrtir í álinn hjá KR en liðið tapaði í dag fyrir botnliði Fjölnis í Iceland Express-deild kvenna, 59-58.

Ari Gunnarsson var á dögunum rekinn sem þjálfari liðsins en liðið hefur nú tapað alls fjórum deildarleikjum í röð.

KR byrjaði betur og var með níu stiga forystu í hálfleik, 35-26. Fjölnir náði þó 12-0 spretti sem hófst snemma í þriðja leikhluta og náði að minnka muninn í tvö stig, 44-42, þegar fjórði leikhluti var nýhafinn.

Fjölnir náði svo að jafna metin þegar fimm mínútur voru eftir og náði svo að síga fram úr á lokakaflanum. KR minnkaði munninn í tvö stig þegar sex sekúndur voru eftir og brutu strax á Fjölniskonum. Brittney Jones fór á vítalínuna en hitti úr hvorugu skotinu.

KR fékk því boltann á ný og reyndi Margrét Kara Sturludóttir að tryggja liðinu sigur með þriggja stiga körfu á lokasekúndunni en skotið geigaði.

Sannarlega óvænt úrslit en Fjölnir er nú í sjöunda sæti með fjórtán stig. KR er í fimmta sætinu með 24 stig.

Snæfell vann öruggan sigur á Hamri, 87-56, en liðið er í þriðja sæti með 28 stig. Hamar situr eftir á botninum með tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×