Fótbolti

Bayern á ekki möguleika á titlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Nerlinger.
Christian Nerlinger. Nordic Photos / Getty Images
Christian Nerlinger, yfirmaður íþróttamála hjá þýska stórliðinu Bayern München, segir að félagið eigi ekki lengur á að vinna þýska meistaratitilinn í vor.

Bayern tapaði í gær fyrir Leverkusen, 2-0. Dortmund hefur að sama skapi unnið átta deildarleiki í röð og er nú með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. Alls eiga liðin tíu leiki eftir á tímabilinu.

„Frá og með þessum degi getum við ekki lengur leyft okkur að tala um titilinn," sagði Nerlingar. „Við gáfum Dortmund hina fullkomna stoðsendingu. Við getum ekki lengur leyft okkur að hugsa um titilinn."

Bayern tapaði þar að auki fyrir svissneska liðinu Basel, 1-0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og ljóst að pressan er mikil á þjálfaranum Jupp Heynckes.

„Þegar maður er í starfi sem stjóri Bayern verður maður að geta tekist á við aðstæður eins og þessa og sýna svo ekki verði um villst að maður sé enn sá sem öllu ræður," sagði Heynckes. „Ég er reyndur þjálfari og er fullviss um að ég geti það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×