Fótbolti

Heynckes tekur á sig ábyrgðina á slæmu gengi Bayern

Jupp Heynckes.
Jupp Heynckes.
Hinn 66 ára gamli þjálfari Bayern Munchen, Jupp Heynckes, hefur axlað ábyrgð á slöku gengi liðsins upp á síðkastið og viðurkennir að óttast að missa starfið takist Bayern ekki að slá Basel út úr Meistaradeildinni.

Bayern tapaði, 2-0, gegn Bayer Leverkusen um helgina og er nú sjö stigum á eftir toppliði Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

"Gagnrýnin á mig sem og leikmennina er réttmæt. Ég er svo maðurinn sem ber ábyrgð á gengi liðsins," sagð Heynckes auðmjúkur.

"Þjálfari Bayern þarf að takast á við erfiðar aðstæður. Ég þarf að reyna að vera rólegur, yfirvegaður og hafa trú á sjálfum mér. Ég tel mig vel geta það."

Bayern mætir Hoffenheim um næstu helgi og þrem dögum síðar er komið að leiknum mikilvæga gegn Basel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×