Lífið

Pjattrófur fagna

Pjattrófurnar héldu upp á afmæli sitt á laugardaginn var en þá voru liðin þrjú ár frá því vefurinn fór í loftið. Pjattrófurnar voru á sínum tíma fyrsti íslenski vefurinn, á eftir Femin.is, með áherslu á kvenlæg áhugamál en um 10-15 pistlahöfundar skrifa þar að jafnaði.

Veislan, sem fór fram á veitingastaðnum Austur, var öll hin veglegasta. Pjattrófur og dragdrottningar tóku brosandi á móti gestum sem fengu afhenta fallega gyllta gjafapoka fulla af snyrtivörum og Ölgerðin bauð upp á Somersby. Einnig var reiddur fram dýrindis Smirnoff og berjakokteill sem heitir Pjattrófan sem er kominn á vínseðil Austurs en hann er gerður úr Smirnoff Green Apple, Smirnoff Orange, 7-up og fersku berjamauki. Barþjónar Austurs héldu nýlega til NY á barnámskeið og eru því reiðubúnir að blanda dýrindis kokteila á komandi ári og eru fullir af ferskum hugmyndum.

Skoða myndirnar hér.



Meðal gesta voru m.a. Þórunn Antonína Magnúsdóttir, Hafdís Inga Hinriksdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Yesmine Olson og fleiri fínar pjattrófur. Hápunktur kvöldsins var veglegt happadrætti þar sem gestir fengu m.a. snyrtivörur frá Helenu Rubinstein, Lancome og Chanel en síðar steig „Marilyn Monroe" á stokk og söng lagið My heart belongs to daddy með miklum tilþrifum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.