Ekki hægt að þvinga Landsbankann í Icesave-málinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2012 11:35 Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, mætir fyrir dóm í dag. mynd/ gva. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagðist hafa verið byrjaður að gera sér grein fyrir því í lok árs 2007 eða snemma árs 2008 að hætta myndi skapast vegna svokallaðra Icesave-reikninga í Bretlandi. Aðspurður fyrir Landsdómi, sagðist hann ekki muna eftir tilkynningu frá Landsbankanum til FME, 10. mars 2008 um að bankinn væri að opna slíka reikninga í Hollandi. Jónas segir það aftur á móti alveg ljóst að ekki hafi verið nein úrræði fyrir íslensk stjórnvöld eða eftirlitsaðila til þess að þvinga Landsbankann að færa Icesave-reikningana yfir í erlend dótturfélög. EES reglur hefðu ekki heimilað það. Það var hins vegar reynt að þrýsta á þá að gera það. „Við þrýstum á Landsbankann og vorum í samskiptum við bresk stjórnvöld frá sumri 2008," sagði Jónas Fr. fyrir dómi í dag. Jónas sagði að Bretar hefðu gert verulegar kröfur um eigið fé sem hefði þurft að fylgja í dótturfélag Landsbankans ef færa hefði átt innistæðurnar í dótturfélagið. Erfitt hefði verið fyrir Landsbankans að verða við þessum kröfum. „Menn vildu ganga þannig frá því að Landsbankinn færi ekki á hausinn sökum umtals eða vegna þess að hann færði of mikið af eignum yfir," sagði Jónas. Hann sagðist aldrei hafa verið í samskiptum við Geir Haarde vegna Icesave-reikninganna eða þá hættu sem sköpuðust af þeim. Geir Haarde er meðal annars ákærður fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Landsdómur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagðist hafa verið byrjaður að gera sér grein fyrir því í lok árs 2007 eða snemma árs 2008 að hætta myndi skapast vegna svokallaðra Icesave-reikninga í Bretlandi. Aðspurður fyrir Landsdómi, sagðist hann ekki muna eftir tilkynningu frá Landsbankanum til FME, 10. mars 2008 um að bankinn væri að opna slíka reikninga í Hollandi. Jónas segir það aftur á móti alveg ljóst að ekki hafi verið nein úrræði fyrir íslensk stjórnvöld eða eftirlitsaðila til þess að þvinga Landsbankann að færa Icesave-reikningana yfir í erlend dótturfélög. EES reglur hefðu ekki heimilað það. Það var hins vegar reynt að þrýsta á þá að gera það. „Við þrýstum á Landsbankann og vorum í samskiptum við bresk stjórnvöld frá sumri 2008," sagði Jónas Fr. fyrir dómi í dag. Jónas sagði að Bretar hefðu gert verulegar kröfur um eigið fé sem hefði þurft að fylgja í dótturfélag Landsbankans ef færa hefði átt innistæðurnar í dótturfélagið. Erfitt hefði verið fyrir Landsbankans að verða við þessum kröfum. „Menn vildu ganga þannig frá því að Landsbankinn færi ekki á hausinn sökum umtals eða vegna þess að hann færði of mikið af eignum yfir," sagði Jónas. Hann sagðist aldrei hafa verið í samskiptum við Geir Haarde vegna Icesave-reikninganna eða þá hættu sem sköpuðust af þeim. Geir Haarde er meðal annars ákærður fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins.
Landsdómur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira