Caroline Wozniacki sár út í Navratilovu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2012 23:15 Caroline Wozniacki. Mynd/Nordic Photos/Getty Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki hefur fengið sig fullsadda af gagnrýni tennisspekinga sem margir vilja meina að hún hafi ekki átt skilið að vera í efsta sæti heimslistans. Wozniacki hefur ekki enn unnið risamót og er nú ekki lengur í efsta sæti heimslistans eftir slæmt gengi á opna ástralska mótinu á dögunum. Það var einkum tennisgoðsögnin Martina Navratilova særði þá dönsku. Navratilova talaði um það að allir væri á því að Caroline Wozniacki væri ekki besta tenniskona í heimi þótt að hún sæti í efsta sæti heimslistans. „Ég myndi aldrei segja það að Martina hafi verið númer eitt í heiminum af því að það hafi ekki verið nein samkeppni eða af því að engin önnur væri að spila. Það hefði verið dónalegt," sagði Caroline Wozniacki. Martina Navratilova er orðin 55 ára gömul en hún vann 18 risamót á árunum 1978 til 1990 og er að margra mati besta tenniskona sögunnar. „Martina var ótrúlegur spilari. Hún vann fullt af risamótum og spilaði frábærlega. Martina Hingis var líka frábær og hún var minn uppáhaldsspilari," sagði Wozniacki og það eru fleiri sem frá að heyra það. „Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég misst virðingu fyrir þessu fólki sem er alltaf að gera lítið úr mínum afrekum. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir því sem aðrir hafa afrekað á tennisvellinum því ég veit af eigin raun hversu erfitt það er að komast á toppinn í tennisnum," sagði Wozniacki sem er stödd í Dúbæ þar sem hún tekur þátt í tennismóti. Tennis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki hefur fengið sig fullsadda af gagnrýni tennisspekinga sem margir vilja meina að hún hafi ekki átt skilið að vera í efsta sæti heimslistans. Wozniacki hefur ekki enn unnið risamót og er nú ekki lengur í efsta sæti heimslistans eftir slæmt gengi á opna ástralska mótinu á dögunum. Það var einkum tennisgoðsögnin Martina Navratilova særði þá dönsku. Navratilova talaði um það að allir væri á því að Caroline Wozniacki væri ekki besta tenniskona í heimi þótt að hún sæti í efsta sæti heimslistans. „Ég myndi aldrei segja það að Martina hafi verið númer eitt í heiminum af því að það hafi ekki verið nein samkeppni eða af því að engin önnur væri að spila. Það hefði verið dónalegt," sagði Caroline Wozniacki. Martina Navratilova er orðin 55 ára gömul en hún vann 18 risamót á árunum 1978 til 1990 og er að margra mati besta tenniskona sögunnar. „Martina var ótrúlegur spilari. Hún vann fullt af risamótum og spilaði frábærlega. Martina Hingis var líka frábær og hún var minn uppáhaldsspilari," sagði Wozniacki og það eru fleiri sem frá að heyra það. „Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég misst virðingu fyrir þessu fólki sem er alltaf að gera lítið úr mínum afrekum. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir því sem aðrir hafa afrekað á tennisvellinum því ég veit af eigin raun hversu erfitt það er að komast á toppinn í tennisnum," sagði Wozniacki sem er stödd í Dúbæ þar sem hún tekur þátt í tennismóti.
Tennis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira