Fótbolti

Sjöundi sigur Dortmund í röð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Dortmund fögnuðu enn einum sigrinum í kvöld.
Leikmenn Dortmund fögnuðu enn einum sigrinum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Robert Lewandowski skoraði tvisvar fyrir Dortmund sem lagði Hannover 96 í þýska boltanum í dag. Með sigrinum náði Dortmund fjögurra stiga forskoti á Bayern München sem lagði Schalke af velli fyrr í dag.

Lewandowski skoraði mark sitthvoru megin við leikhléið og kom heimamönnum í 2-0. Pólski landsliðsmaðurinn hefur nú skorað sextán mörk í deildinni og er sjóðandi heitur.

Varamaðurinn Didier Ya Konan minnkaði muninn eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik en gestirnir virkuðu þreyttir eftir leik sinn í Evróupdeildinni á fimmtudag.

Ivan Perisic skoraði þriðja mark heimamanna undir lokin og gulltryggði sigur Dortmund. Meistararnir eru ósigraðir í 17 leikjum með 52 stig á toppi deildarinnar.

„Við spiluðum mjög vel og einungis okkar klaufaskapur kom í veg fyrir að við kláruðum leikinn mun fyrr," sagði Jurgen Klopp stjóri Dortmund.


Tengdar fréttir

Bæjarar með öruggan sigur á Schalke | Ribery með bæði

Bayern München andar ofan í hálsmálið á Borussia Dortmund í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Bæjarar unnu þægilegan 2-0 sigur á Schalke í stórleik dagsins. Frank Ribery skoraði bæði mörk liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×