Sport

Vann maraþon en var ekki skráður í hlaupið | Dæmdur úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Scott Downard missti sigurverðlaunin í Cowtown-maraþonhlaupinu um helgina eftir að upp komst að hann hafi hlaupið undir fölsku flaggi en hlaupið fór fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum.

Downard viðurkenndi það fúslega strax eftir hlaupið að hafa aldrei skráð sjálfan sig til leiks heldur hafði hann hlaupið undir nafni vinar síns sem gat ekki tekið þátt í hlaupinu.

Hinn 25 ára Kolin Styles var því lýstur sigurvegari þrátt fyrir að koma rúmum sex mínútum seinna í mark en Downard. Styles vann sér þar með inn fría þátttöku á annaðhvort Boston eða New York maraþoninu.

Downard gaf það út að hann ætli að koma aftur á næsta ári til að vinna hlaupið "aftur" en ætlar að sjálfsögðu að passa þá upp á að skrá sig til leiks undir réttu nafni.

Það er erfitt að ímynda sér meira svekkjandi leiðir til þess að klúðra sigri í maraþonhlaupi nema kannski að taka vitlausa beygju á lokasprettinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×