Fótbolti

Babbel tekinn við Hoffenheim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Markus Babbel er nýr þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim og hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til loka leiktíðarinnar 2014.

Holger Stanislawski var rekinn úr starfinu í gær en Babbel var síðast þjálfari Herthu Berlínar. Hann lék árum áður með Bayern München, Liverpool og þýska landsliðinu. Babbel var rekinn frá Herthu áður en þýska úrvalsdeildin fór í vetrarfrí.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Hoffenheim en er nú í láni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Swansea og verður þar til loka tímabilsins. Stanislawski hafði verið gagnrýndur, meðal annarra af Dietmar Hopp eiganda félagsins, fyrir að leyfa Gylfa að fara frá félaginu.

Hoffenheim hefur unnið aðeins einn af síðustu tíu deildarleikjum sínum og féll í vikunni úr þýsku bikarkeppninni eftir tap fyrir B-deildarliðinu Greuter Fürth í fjórðungsúrslitum. Babbel mun stýra Hoffenheim í leik liðsins gegn Werder Bremen á útivelli á morgun.

Gylfi er samnignsbundinn Hoffenheim til 2014 en Swansea hefur forkaupsrétt á honum í sumar.


Tengdar fréttir

Gamli liðsfélagi Gylfa: Allt Þýskaland er að hlæja að Hoffenheim-liðinu

Holger Stanislawski var rekinn sem þjálfari Hoffenheim í dag og það er óhætt að segja að gamla félagið hans Gylfa Þórs Sigurðssonar sé ekki í góðum málum. Gylfi er að slá í gegn í láni hjá Swansea en á meðan er ástandið slæmt innan herbúða Hoffenheim sem er auk þess að nálgast fallbaráttuna með hverju tapinu á fætur öðru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×