Helgaruppskrift Helgu Möller 11. febrúar 2012 10:00 Helga Möller söngkona segist jafnvel elda helgarmatinn á mánudögum sökum óreglulegs vinnutíma. Hún borðar sjaldan steikur nema alveg spari og kýs heldur léttari mat. Hún deilir hér með okkur æðislegri uppskrift af kjúklingi fyrir helgina og hollu og ljúffengu bananabrauði á eftir sem hún státar sig mikið af enda uppskriftin hennar frá grunni.Kjúklingaréttur með sætum kartöflumSæt(ar) kartöflur afhýddar og sneiddar, settar í eldfast mót. Olíu, salti og pipar stráð yfir kartöflurnar og þær bakaðar í 30-40 mín. í ofni (eftir smekk). Takið kartöflurnar út úr ofninum og dreifið einum poka af spínati yfir. Á meðan kartöflurnar eru að malla í ofninum eru kjúklingalundir/bringur, niðursneiddar og steiktar á pönnu. Kryddið með karríi og hvítlaukskryddi eftir smekk. Setjið kjúklinginn svo ofan á spínatið. Setjið því næst eina til tvær krukkur af mangóchutney yfir kjúklinginn. Ristuðum hnetum/möndlum með hýði (mega vera hvaða hnetur sem er) dreift yfir ásamt lúku af muldu Ritzkexi. Að lokum er rifinn ostur og fetaostur settur yfir réttinn og hann bakaður í ofni á 180°C í um 20-30 mín.Bananabrauð Helgu Möller3 þroskaðir bananar4 msk. agavesíróp3 dl gróft spelt2 dl Granóla-múslí1 egg1 tsk. vínsteinslyftiduftsmá maldonsaltAllt pískað saman með gaffli í skál og bakað við 180 gráður í eina klukkustund. Bananabrauðið er best nýbakað með miklu smjöri en eftir tvo daga, ef eitthvað er eftir, er mjög gott að rista það. Bananabrauð Brauð Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp
Helga Möller söngkona segist jafnvel elda helgarmatinn á mánudögum sökum óreglulegs vinnutíma. Hún borðar sjaldan steikur nema alveg spari og kýs heldur léttari mat. Hún deilir hér með okkur æðislegri uppskrift af kjúklingi fyrir helgina og hollu og ljúffengu bananabrauði á eftir sem hún státar sig mikið af enda uppskriftin hennar frá grunni.Kjúklingaréttur með sætum kartöflumSæt(ar) kartöflur afhýddar og sneiddar, settar í eldfast mót. Olíu, salti og pipar stráð yfir kartöflurnar og þær bakaðar í 30-40 mín. í ofni (eftir smekk). Takið kartöflurnar út úr ofninum og dreifið einum poka af spínati yfir. Á meðan kartöflurnar eru að malla í ofninum eru kjúklingalundir/bringur, niðursneiddar og steiktar á pönnu. Kryddið með karríi og hvítlaukskryddi eftir smekk. Setjið kjúklinginn svo ofan á spínatið. Setjið því næst eina til tvær krukkur af mangóchutney yfir kjúklinginn. Ristuðum hnetum/möndlum með hýði (mega vera hvaða hnetur sem er) dreift yfir ásamt lúku af muldu Ritzkexi. Að lokum er rifinn ostur og fetaostur settur yfir réttinn og hann bakaður í ofni á 180°C í um 20-30 mín.Bananabrauð Helgu Möller3 þroskaðir bananar4 msk. agavesíróp3 dl gróft spelt2 dl Granóla-múslí1 egg1 tsk. vínsteinslyftiduftsmá maldonsaltAllt pískað saman með gaffli í skál og bakað við 180 gráður í eina klukkustund. Bananabrauðið er best nýbakað með miklu smjöri en eftir tvo daga, ef eitthvað er eftir, er mjög gott að rista það.
Bananabrauð Brauð Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp