NBA: Lakers-menn unnu á útivelli og Miami vann Philadelphia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2012 11:00 Mynd/AP Fjölmargir leikir fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers hefur gengið illa á útivelli í vetur en byrjaði sex leikja útileikjaferðalag á sigri á Denver Nuggets. Miami Heat vann öruggan sigur á spútnikliði Philadelphia 76ers, Boston Celtics vann New York Knicks í hörkuleik, Oklahoma City vann Memphis og þá dugðu 30 stig frá Dirk Nowitzki ekki Dallas á móti Indiana.Andrew Bynum var með 22 stig og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann 93-89 útisigur á Denver Nuggets. Al Harrington átti möguleika á að koma Denver yfir tveimur sekúndum fyrir leikslok en þriggja stiga skot hans geigaði. Pau Gasol var með 14 stig og 17 fráköst fyrir Lakers sem vann aðeins í þriðja sinn í tíu útileikjum í vetur. Al Harrington skoraði 24 stig fyrir Denver en Danilo Gallinari skoraði aðeins 6 og klikkaði á 8 af 9 skotum sínum.Dwyane Wade skoraði 26 stig og LeBron James var með 19 stig og 12 fráköst þegar Miami Heat vann 99-79 útisigur á Philadelphia 76ers. Mario Chalmers var með 13 stig og Chris Bosh skoraði 12 stig. Heat-liðið gerði út um leikinn með því að ná 15-0 spretti í fjórða leikhlutanum. Thaddeus Young var með 16 stig fyrir Sixers sem voru búnir að vinna fjóra leiki í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig en það dugði ekki Dallas Mavericks sem tapaði 87-98 á heimavelli á móti Indiana Pacers. Pacers-liðið var ekki búið að vinna í Dallas í átta ár. Nowitzki hitti úr 12 af 17 skotum en hann aðeins búinn að skora samtals 28 stig í þremur leikjum á undan. Paul George var með 30 stig fyrir Indiana en liðið vann þarna sinn tíunda útileik á tímabilinu.Paul PierceMynd/APKevin Durant skoraði 36 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem vann 101-94 sigur á Memphis Grizzlies. Marc Gasol var með 24 stig fyrir Memphis og Rudy Gay skoraði 23 stig. Durant skoraði sjö síðustu stig leiksins eftir að Memphis-liðið hafði jafnað metin í 94-94 þegar 72 sekúndur voru eftir.Paul Pierce skoraði 30 stig og Ray Allen var með 9 af 14 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Boston Celtics vann New York Knicks á heimavelli. Kevin Garnett var með 15 stig og 8 fráköst í sjöunda sigri Boston í síðustu átta leikjum. Carmelo Anthony skoraði 26 stig fyrir New York, Tyson Chandler var með 20 stig og 11 fráköst og Amare Stoudemire bætti við 16 stigum og 11 fráköstum en það kom ekki í veg fyrir ellefta tap New York í síðustu þrettán leikjum.Dwight Howard var með 19 stig, 16 fráköst og 8 varin skot þegar Orlando Magic vann 102-94 sigur á Cleveland Cavaliers. Jason Richardson skoraði 19 stig, Hedo Turkoglu var með 18 stig og Ryan Anderson skoraði 17 stig. Alonzo Gee var með 20 stig fyrir Cleveland og nýliðinn spræki Kyrie Irving skoraði 18 stig.Nikola Pekovic skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann 108-105 útisigur á New Jersey Nets. Kevin Love var með 20 stig og 10 fráköst og Ricky Rubio var með 10 stig og 10 stoðsendingar. Það dugði ekki New Jersey að Anthony Morrow skoraði 42 stig og hitti úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Kevin Durant.Mynd/APToronto Raptors - Washington Wizards 106-89 Philadelphia 76ers - Miami Heat 79-99 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 102-94 New Jersey Nets - Minnesota Timberwolves 105-108 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 88-80 Boston Celtics - New York Knicks 91-89 Houston Rockets - Phoenix Suns 99-81 Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies 101-94 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 87-98 Denver Nuggets - Los Angeles Lakers 89-93 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Fjölmargir leikir fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers hefur gengið illa á útivelli í vetur en byrjaði sex leikja útileikjaferðalag á sigri á Denver Nuggets. Miami Heat vann öruggan sigur á spútnikliði Philadelphia 76ers, Boston Celtics vann New York Knicks í hörkuleik, Oklahoma City vann Memphis og þá dugðu 30 stig frá Dirk Nowitzki ekki Dallas á móti Indiana.Andrew Bynum var með 22 stig og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann 93-89 útisigur á Denver Nuggets. Al Harrington átti möguleika á að koma Denver yfir tveimur sekúndum fyrir leikslok en þriggja stiga skot hans geigaði. Pau Gasol var með 14 stig og 17 fráköst fyrir Lakers sem vann aðeins í þriðja sinn í tíu útileikjum í vetur. Al Harrington skoraði 24 stig fyrir Denver en Danilo Gallinari skoraði aðeins 6 og klikkaði á 8 af 9 skotum sínum.Dwyane Wade skoraði 26 stig og LeBron James var með 19 stig og 12 fráköst þegar Miami Heat vann 99-79 útisigur á Philadelphia 76ers. Mario Chalmers var með 13 stig og Chris Bosh skoraði 12 stig. Heat-liðið gerði út um leikinn með því að ná 15-0 spretti í fjórða leikhlutanum. Thaddeus Young var með 16 stig fyrir Sixers sem voru búnir að vinna fjóra leiki í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig en það dugði ekki Dallas Mavericks sem tapaði 87-98 á heimavelli á móti Indiana Pacers. Pacers-liðið var ekki búið að vinna í Dallas í átta ár. Nowitzki hitti úr 12 af 17 skotum en hann aðeins búinn að skora samtals 28 stig í þremur leikjum á undan. Paul George var með 30 stig fyrir Indiana en liðið vann þarna sinn tíunda útileik á tímabilinu.Paul PierceMynd/APKevin Durant skoraði 36 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem vann 101-94 sigur á Memphis Grizzlies. Marc Gasol var með 24 stig fyrir Memphis og Rudy Gay skoraði 23 stig. Durant skoraði sjö síðustu stig leiksins eftir að Memphis-liðið hafði jafnað metin í 94-94 þegar 72 sekúndur voru eftir.Paul Pierce skoraði 30 stig og Ray Allen var með 9 af 14 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Boston Celtics vann New York Knicks á heimavelli. Kevin Garnett var með 15 stig og 8 fráköst í sjöunda sigri Boston í síðustu átta leikjum. Carmelo Anthony skoraði 26 stig fyrir New York, Tyson Chandler var með 20 stig og 11 fráköst og Amare Stoudemire bætti við 16 stigum og 11 fráköstum en það kom ekki í veg fyrir ellefta tap New York í síðustu þrettán leikjum.Dwight Howard var með 19 stig, 16 fráköst og 8 varin skot þegar Orlando Magic vann 102-94 sigur á Cleveland Cavaliers. Jason Richardson skoraði 19 stig, Hedo Turkoglu var með 18 stig og Ryan Anderson skoraði 17 stig. Alonzo Gee var með 20 stig fyrir Cleveland og nýliðinn spræki Kyrie Irving skoraði 18 stig.Nikola Pekovic skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann 108-105 útisigur á New Jersey Nets. Kevin Love var með 20 stig og 10 fráköst og Ricky Rubio var með 10 stig og 10 stoðsendingar. Það dugði ekki New Jersey að Anthony Morrow skoraði 42 stig og hitti úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Kevin Durant.Mynd/APToronto Raptors - Washington Wizards 106-89 Philadelphia 76ers - Miami Heat 79-99 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 102-94 New Jersey Nets - Minnesota Timberwolves 105-108 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 88-80 Boston Celtics - New York Knicks 91-89 Houston Rockets - Phoenix Suns 99-81 Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies 101-94 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 87-98 Denver Nuggets - Los Angeles Lakers 89-93 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira