Fótbolti

Góð helgi fyrir Dortmund | Bayern tapaði stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var kalt í Þýskalandi um helgina. Hér eru nokkrir leikmenn Bayern í leiknum þeirra í gær.
Það var kalt í Þýskalandi um helgina. Hér eru nokkrir leikmenn Bayern í leiknum þeirra í gær. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Borussia Dortmund er með tveggja stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir leiki helgarinnar þar sem að allir aðalandstæðingar liðsins í titilslagnum töpuðu stigum.

Borussia Dortmund vann 2-0 sigur í frostinu í Nürnberg á föstudagskvöldið og í gær töpuðu Bayern München, Schalke 04 og Borussia Mönchengladbach öll stigum.

Bayern München var á toppnum fyrir umferðina en er nú með 41 stig eins og Schalke, tveimur stigum á eftir Dortmund.

Bayern München náði aðeins 1-1 jafntefli á útivelli á móti Hamburger SV. Jacopo Sala kom Hamburger í 1-0 á 23. mínútu en varamaðurinn Ivica Olic jafnaði metin á 71. mínútu.

Schalke 04 lenti líka undir á móti Mainz 05 þegar Mohamed Zidan skoraði á 14. mínútu en Edu jafnaði metin á 59. mínútu. Borussia Mönchengladbach gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti Wolfsburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×