Enski boltinn

Þjálfari Hoffenheim: Gylfi hafði ekki áhuga á því spila fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/AFP
Flestir knattspyrnuáhugamenn skilja lítið í því af hverju Holger Stanislawski, þjálfari þýska liðsins Hoffenheim, gat ekki notað Gylfa Þór Sigurðsson í sínu liði. Gylfi Þór hefur átt frábæra innkomu í lið Swansea City og var maðurinn á bak við sigur liðsins á West Brom í gær.

Holger Stanislawski vandar Gylfa og Chinedu Obasi ekki kveðjurnar í viðtali við Bild í gær en báðir leikmenn liðsins voru lánaðir í janúar. Þar er ekki hægt að heyra annað en að Gylfi og Obasi muni ekki spila aftur fyrir Stanislawski.

„Við vissum að við yrðum að láta þá Obasi og Sigurðsson fara því þeir höfðu ekki lengur áhuga á að spila fyrir okkar lið," sagði Holger Stanislawski við Bild.

Bild hefur ennfremur heimildir fyrir því að Hoffenheim spari sér 2,5 milljónir evra í launakostnað með því að "losna" við þá Gylfa og Obasi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×