Blatter: Höness að kenna að München fékk ekki Vetrarólympíuleikana 2018 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 22:45 Höness á góðri stundu. nordic photos / getty images Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að gagnrýni Þjóðverjans Uli Höness á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 hafi orðið til þess að möguleikar München um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018 urðu að engu. „Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010 í Suður-Afríku töluðu Uli Höness og félagar niður viðburðinn, eitthvað sem er erfitt að toppa," sagði hinn svissneski Blatter við þýska blaðið Kicker. München var ein þeirra borga sem sótti um að halda leikana en svo fór að Pyeongchang í Suður-Kóreu hlaut hnossið. Blatter sagði Issa Hayatou, forseta afríska knattspyrnusambandsins, hafa sagt Franz Beckenbauer, að München skyldi ekki eiga von á neinum atkvæðum frá Afríkuþjóðum sökum gagnrýni Höness og félaga. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu með V-Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari, hafði flogið til Durban í Suður-Afríku skömmu áður en alþjóðaólympíunefndin greiddi atkvæði sem fulltrúi þýsku borgarinar í þeim tilgangi að tala máli þýsku borgarinnar. „Hann (Hayatou) sagði Beckenbauer að hann skyldi ekki reikna með neinum atkvæðum frá Afríku. Þeir hefðu ekki gleymt því hvernig reynt hefði verið að eyðileggja heimsmeistaramótið," sagði Blatter sem var kjörinn forseti FIFA í fjórða skipti á síðasta ári. „Þannig fór það. Án atkvæðanna tólf frá Afríku er engin leið að vinna réttinn til að halda Ólympíuleika," sagði Svisslendingurinn. Höness, sem gegnir embætti forseta knattspyrnufélagsins Bayern München, var afar gagnrýninn á heimsmeistaramótið árið 2010. Hann sagði meðal annars að ákvörðunin um að halda keppnina í Suður-Afríku væru ein stærstu mistök Blatter í starfi vegna öryggismála. Höness og Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafa einnig harðlega gagnrýnt Blatter undanfarna mánuði en Svisslendingurinn hefur verið í sviðsljósinu vegna ásakana um spillingu í starfi. Þýski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að gagnrýni Þjóðverjans Uli Höness á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 hafi orðið til þess að möguleikar München um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018 urðu að engu. „Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010 í Suður-Afríku töluðu Uli Höness og félagar niður viðburðinn, eitthvað sem er erfitt að toppa," sagði hinn svissneski Blatter við þýska blaðið Kicker. München var ein þeirra borga sem sótti um að halda leikana en svo fór að Pyeongchang í Suður-Kóreu hlaut hnossið. Blatter sagði Issa Hayatou, forseta afríska knattspyrnusambandsins, hafa sagt Franz Beckenbauer, að München skyldi ekki eiga von á neinum atkvæðum frá Afríkuþjóðum sökum gagnrýni Höness og félaga. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu með V-Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari, hafði flogið til Durban í Suður-Afríku skömmu áður en alþjóðaólympíunefndin greiddi atkvæði sem fulltrúi þýsku borgarinar í þeim tilgangi að tala máli þýsku borgarinnar. „Hann (Hayatou) sagði Beckenbauer að hann skyldi ekki reikna með neinum atkvæðum frá Afríku. Þeir hefðu ekki gleymt því hvernig reynt hefði verið að eyðileggja heimsmeistaramótið," sagði Blatter sem var kjörinn forseti FIFA í fjórða skipti á síðasta ári. „Þannig fór það. Án atkvæðanna tólf frá Afríku er engin leið að vinna réttinn til að halda Ólympíuleika," sagði Svisslendingurinn. Höness, sem gegnir embætti forseta knattspyrnufélagsins Bayern München, var afar gagnrýninn á heimsmeistaramótið árið 2010. Hann sagði meðal annars að ákvörðunin um að halda keppnina í Suður-Afríku væru ein stærstu mistök Blatter í starfi vegna öryggismála. Höness og Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafa einnig harðlega gagnrýnt Blatter undanfarna mánuði en Svisslendingurinn hefur verið í sviðsljósinu vegna ásakana um spillingu í starfi.
Þýski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira