Lífið

Ljótu úrin hrannast upp hjá Rúnari

vísir/vilhelm
Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta, nýtti tækifærin vel á Evrópumótinu, eftir að hafa komið inn í hópinn fyrir milliriðilinn. Rúnar var valinn besti maður Íslands í síðustu tveimur leikjunum og fékk að launum verðlaunagripi og armbandsúr frá Adidas.

Í viðtali við Vísi eftir fyrri leikinn sagðist hann verða að viðurkenna að úrið væri ljótt og að hann gerði ekki ráð fyrir því að nota það. Hann myndi eflaust nota það sem tækifærisgjöf. Rúnar er þekktur fyrir smekkvísi og til dæmis útnefndu liðsfélagar hans, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson, hann einn þann best klædda í hópnum í síðasta tölublaði Monitors.

Eftir að hafa fengið áskoranir um að birta mynd af ljóta úrinu á netsíðu sinni dró hann þó í land og sagði úrið alveg ágætt, en hentaði honum ekki sérstaklega vel. -þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×