Fótbolti

Barcelona skrikaði fótur - forysta Real sjö stig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Messi fórnar höndum gegn Villarreal í kvöld.
Messi fórnar höndum gegn Villarreal í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Barcelona tókst ekki að skora í heimsókn sinni á El Madrigal í kvöld. Niðurstaðan markalaust jafntefli og Barcelona er nú sjö stigum á eftir Real Madrid í baráttunni um meistaratitilinn á Spáni.

Barcelona var án Andres Iniesta í leik kvöldsins en Katalóninn verður líklega frá keppni í um þrjár vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Real Madrid í vikunni. Hvort það var það eða annað tókst Barcelona ekki að koma knettinum í mark Diego Lopez sem stóð vaktina í marki Villarreal í kvöld.

Xavi, Fabregas og Messi reyndu hvað þeir gátu en áttu ekki erindi sem erfiði. Þrátt fyrir að Barcelona hafi sýnt yfirburði sína í viðureignum sínum gegn Real Madrid undanfarin misseri hefur liðinu fatast flugið í spænsku deildinni.

Barcelona hefur gert fimm jafntefli gegn minni spámönnum í deildinni á þessari leiktíð. Liðið situr nú sjö stigum á eftir Real Madrid sem vann 3-1 sigur á Real Zaragoza fyrr í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×