Fótbolti

Diouf yfirgefur United - til liðs við Hannover

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Diouf fékk aðallega tækifæri með United í deildabikarnum.
Diouf fékk aðallega tækifæri með United í deildabikarnum. Nordic Photos / Getty Images
Framherjinn Mame Biram Diouf hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Hannover 96 í Þýskalandi. Diouf hefur verið á mála hjá Manchester United undanfarin misseri en fengið fá tækifæri.

„Ég er ánægður með þá möguleika sem Diouf gefur okkur í sóknarleiknum," sagði Mirko Slomka, knattspyrnustjóri Hannover.

„Við þurfum að hjálpa honum að aðlagast sem fyrst svo hann geti hjálpað okkur í leikjunum sem framundan eru í deildinni og Evrópudeildinni," bætti Slomka við.

Diouf gekk til liðs við United frá Molde árið 2009 en hann var funheitur í norska boltanum. Honum tókst aldrei að stimpla sig inn í lið United og varði mestum hluta síðasta tímabils á láni hjá Blackburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×