Lífið

Baltasar beðinn um að leikstýra 25 milljarða stórmynd

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur hefur heldur betur slegið í gegn í Hollywood með kvikmyndinni Contraband. Myndin hefur ekki eingöngu fengið verðskuldaða athygli heldur hlaðast nú inn tilboðin til Baltasars um að leikstýra stórmyndum í Hollywood.

Molinn heyrði að Baltasar hafi borist freistandi tilboð nú skömmu fyrir helgi. Tilboð um að gera kvikmynd fyrir 200 milljónir dollara eða tæpa 25 milljarða króna. Verkefni af þessari stærðargráðu eru fátíð og mun umrædd stórmynd komast á lista yfir 20 dýrustu kvikmyndir sögunnar.

Á þeim lista eru myndir á borð við Titanic og James Bond-myndin Quantum of Solace sem báðar kostuðu 200 milljónir dollara í framleiðslu. Ljóst er að Baltasar hefur öðlast skjótan frama í Hollywood og er kominn í hóp leikstjóra sem berjast um stærstu verkefnin í Hollywood. Hann nýtur greinilega trausts hjá kvikmyndaframleiðendum sem eru tilbúnir að veðja á hann í risaverkefni.

Mikil leynd hvílir yfir þessari kvikmynd en ljóst er að hún mun skarta nokkrum af skærustu Hollywoodstjörnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.