Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg 14. janúar 2012 14:07 Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Það var fréttastofa RÚV sem greindi fyrst frá málinu. Þar kom meðal annars fram að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til 91 fyrirtækis til matvælaframleiðslu á síðasta ári. Þar af eru stór fyrirtæki á matvælamarkaði. Um er að ræða salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel, sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja, í að minnsta kosti 13 ár. Saltið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Málið komst upp í nóvember á síðasta ári. Matvælastofnun gerði þá athugasemd við saltsölu Ölgerðarinnar. Aftur á móti heimilaði stofnunin Ölgerðinni að selja saltið áfram, gegn því að fyrirtækin sem keyptu það, væru upplýst um hverskyns salt væri um að ræða. „Það er forkastanlegt að Matvælaeftirlitið skuli leyfa slíkt," segir Jóhannes, en Neytendasamtökin hafa fundað um málið og mun lögfræðingur samtakanna skoða málið og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um það hvernig samtökin munu bregðast við. Jóhannes segir það samt alveg skýrt að það þurfi að upplýsa neytendur um það hvaða vörur séu á markaði sem innihalda iðnaðarsaltið. „Þegar gerð eru mistök eins og þessi, á að sjálfsögðu að leggja öll spil á borðið, þannig að neytendur, sem vilja sniðganga vörur sem innihalda iðnaðarsalt, geti það," segir Jóhannes. „Ég er svo sem enginn sérfræðingur í salti, en ég geng út frá því að iðnaðarsalt eigi að nota við iðnað, og matvælasalt í mat, ekki öfugt," segir Jóhannes en samtökin líta málið afar alvarlegum augum. Spurður hvort samtökin munu bregðast við málinu með formlegum hætti, segir Jóhannes að viðbrögðin séu enn til skoðunar. Þá þurfi lögfræðingur samtakanna að fara yfir málið. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Neytendur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Það var fréttastofa RÚV sem greindi fyrst frá málinu. Þar kom meðal annars fram að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til 91 fyrirtækis til matvælaframleiðslu á síðasta ári. Þar af eru stór fyrirtæki á matvælamarkaði. Um er að ræða salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel, sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja, í að minnsta kosti 13 ár. Saltið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Málið komst upp í nóvember á síðasta ári. Matvælastofnun gerði þá athugasemd við saltsölu Ölgerðarinnar. Aftur á móti heimilaði stofnunin Ölgerðinni að selja saltið áfram, gegn því að fyrirtækin sem keyptu það, væru upplýst um hverskyns salt væri um að ræða. „Það er forkastanlegt að Matvælaeftirlitið skuli leyfa slíkt," segir Jóhannes, en Neytendasamtökin hafa fundað um málið og mun lögfræðingur samtakanna skoða málið og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um það hvernig samtökin munu bregðast við. Jóhannes segir það samt alveg skýrt að það þurfi að upplýsa neytendur um það hvaða vörur séu á markaði sem innihalda iðnaðarsaltið. „Þegar gerð eru mistök eins og þessi, á að sjálfsögðu að leggja öll spil á borðið, þannig að neytendur, sem vilja sniðganga vörur sem innihalda iðnaðarsalt, geti það," segir Jóhannes. „Ég er svo sem enginn sérfræðingur í salti, en ég geng út frá því að iðnaðarsalt eigi að nota við iðnað, og matvælasalt í mat, ekki öfugt," segir Jóhannes en samtökin líta málið afar alvarlegum augum. Spurður hvort samtökin munu bregðast við málinu með formlegum hætti, segir Jóhannes að viðbrögðin séu enn til skoðunar. Þá þurfi lögfræðingur samtakanna að fara yfir málið.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Neytendur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira