Umfjöllun viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 85-88 | eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2012 21:19 Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Leikurinn hófst nokkuð rólega en heimamenn voru samt ákveðnari til að byrja með. Fljótlega náði Stjarnan fimm stiga forystu 10-5 og voru Stólarnir að elta restin af leikhlutanum. Munurinn hélst nánast óbreyttur þegar fyrstu tíu mínútur leiksins voru liðnar og var staðan þá 25-19. Renato Lindmets var drjúgur fyrir heimamenn í fyrsta leikhlutanum og kemur greinilega ferskur inn í liðið á ný. Stjarnan var sterkari aðilinn í byrjun annars leikhluta en hvorugt liðið sýndi aftur á móti góðan körfubolta í þeim leikhluta. Sóknarleikur liðanna var hugmyndasnauður og hreint lélegur. Það munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik og var því allt galopið fyrir þann síðari. Staðan í hálfleik var 40-35 fyrir Stjörnuna. Sama sagan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiksins en heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum. Stólarnir voru samt aldrei langt undan og því var leikurinn ávallt spennandi. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 60-51 fyrir Stjörnunar. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, kom sterkur upp í leikhlutanum og skoraði mikilvægar körfur. Tindastóll var enn inn í leiknum fyrir loka leikhlutann en staðan fyrir hann var 65-56. Stólarnir voru flottir í upphafi fjórða leikhlutans og voru búnir að jafna leikinn, 67-67, þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 71-69 fyrir heimamenn og spennan mikil. Þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Maurice Miller, leikmaður Tindastóls, boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og setti boltann í körfuna og jafnaði metinn 76-76. Stjörnumenn náðu ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Tindastóll gerði fyrstu körfu framlengingarinnar og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Framlengingin var æsispennandi og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 82-82 og allt að verða vitlaust í Garðabænum. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem náðu í frábær tvö stig á útivelli og unni 88-85. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er greinilega að gera stórkostlega hluti með liðið og en þeir hafa farið á kostum að undanförnu.Bárður: Liðin taka verða að taka okkur alvarlega „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bárðir Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn í kvöld. „Við einhvernvegin höfðum aldrei trú á því að við værum að fara tapa þessum leik. Liðið hefur núna alltaf trú á því í jöfnum leikjum að við getum unnið leikina“. „Við erum með mikið sjálfstraust núna og erum með breiðan hóp. Álagið dreifist vel á milli leikmanna og það skilaði okkur líklega þessum sigri í kvöld“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan.Marvin: Við töpuðum boltanum allt of oft„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum betri 90% af leiknum en erum að missa boltann allt of mikið í þeirra hendur og það kostaði okkur þennan sigur“. „Við missum boltann hátt í 30 sinnum og það gjörsamlega fór með þennan leik. Það munaði ekki miklu í kvöld og þetta bara féll með þeim“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Leikurinn hófst nokkuð rólega en heimamenn voru samt ákveðnari til að byrja með. Fljótlega náði Stjarnan fimm stiga forystu 10-5 og voru Stólarnir að elta restin af leikhlutanum. Munurinn hélst nánast óbreyttur þegar fyrstu tíu mínútur leiksins voru liðnar og var staðan þá 25-19. Renato Lindmets var drjúgur fyrir heimamenn í fyrsta leikhlutanum og kemur greinilega ferskur inn í liðið á ný. Stjarnan var sterkari aðilinn í byrjun annars leikhluta en hvorugt liðið sýndi aftur á móti góðan körfubolta í þeim leikhluta. Sóknarleikur liðanna var hugmyndasnauður og hreint lélegur. Það munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik og var því allt galopið fyrir þann síðari. Staðan í hálfleik var 40-35 fyrir Stjörnuna. Sama sagan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiksins en heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum. Stólarnir voru samt aldrei langt undan og því var leikurinn ávallt spennandi. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 60-51 fyrir Stjörnunar. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, kom sterkur upp í leikhlutanum og skoraði mikilvægar körfur. Tindastóll var enn inn í leiknum fyrir loka leikhlutann en staðan fyrir hann var 65-56. Stólarnir voru flottir í upphafi fjórða leikhlutans og voru búnir að jafna leikinn, 67-67, þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 71-69 fyrir heimamenn og spennan mikil. Þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Maurice Miller, leikmaður Tindastóls, boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og setti boltann í körfuna og jafnaði metinn 76-76. Stjörnumenn náðu ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Tindastóll gerði fyrstu körfu framlengingarinnar og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Framlengingin var æsispennandi og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 82-82 og allt að verða vitlaust í Garðabænum. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem náðu í frábær tvö stig á útivelli og unni 88-85. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er greinilega að gera stórkostlega hluti með liðið og en þeir hafa farið á kostum að undanförnu.Bárður: Liðin taka verða að taka okkur alvarlega „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bárðir Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn í kvöld. „Við einhvernvegin höfðum aldrei trú á því að við værum að fara tapa þessum leik. Liðið hefur núna alltaf trú á því í jöfnum leikjum að við getum unnið leikina“. „Við erum með mikið sjálfstraust núna og erum með breiðan hóp. Álagið dreifist vel á milli leikmanna og það skilaði okkur líklega þessum sigri í kvöld“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan.Marvin: Við töpuðum boltanum allt of oft„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum betri 90% af leiknum en erum að missa boltann allt of mikið í þeirra hendur og það kostaði okkur þennan sigur“. „Við missum boltann hátt í 30 sinnum og það gjörsamlega fór með þennan leik. Það munaði ekki miklu í kvöld og þetta bara féll með þeim“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira