Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 73-63 Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. janúar 2012 20:17 J'Nathan Bullock. Mynd/Stefán Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík. Fyrir þennan leik sátu heimamenn á toppnum með 16 stig eftir 9 leiki og hafa aðeins tapað einum leik. Njarðvíkingar sátu hinsvegar í 8. sæti fyrir leik kvöldsins. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og var J'Nathan Bullock stóran þátt í því, hann skoraði 11 af fyrstu 17 stigum liðsins. Þeir héldu undirtökum sínum það sem eftir var að hálfleiknum og höfðu 8 stiga forskot í hálfleik, 40-32. Það sama virtist vera upp á teningunum fyrstu mínútur þriðja leikhluta, Grindvíkingar byrjuðu betur og náðu muninum upp í 14 stig. Þá tók Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur leikhlé og þeir tóku við sér. Við tók kafli sem þeir skoruðu 17 stig gegn 4 stigum Grindvíkinga og náðu þeir að minnka muninn niður í 1 stig áður en leikhlutinn kláraðist. Fjórði leikhluti var í járnum fram að lokamínútunum þegar Grindvíkingar sigu fram úr Njarðvíkingum og endaði þetta með 73-65 sigri Grindvíkinga og eru þeir eru því enn á toppi deildarinnar með 18 stig.Grindavík: J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Giordan Watson 6, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 2.Njarðvík: Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4. Einar Árni: Þriggja stiga nýtingin varð okkur að falliMynd/Valli„Það er alltaf vont að tapa, við vorum alveg með þá á hreinu að þessi leikur yrði erfiður. Við stóðumst nokkur markmið sem við settum fyrir leikinn en það sem varð okkur að falli var þriggja stiga skotnýtingin," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Við æfðum vel um jólin, menn voru að hitta vel á æfingum, það vantaði svolítið að fylgja því eftir. Varnarlega tökum við það út úr leiknum að við höldum besta liði deildarinnar í 75 stigum og það er hlutur sem við tökum úr þessum leik." „Við eigum mikilvæga leiki í janúar og við ætlum að reyna að byggja á þessu þrátt fyrir að stigin tvö hafi ekki komið.Við náðum að minnka þetta niður í eitt stig og hefðum þurft einn þrist þar og ná forystunni þar." „Við misstum þá fram úr okkur en menn sýndu karakter og héldu áfram, þéttu varnarleikinn og náðu að mjaka sér áfram og höggva á forskotið, ég er ánægður með það," sagði Einar. Helgi Jónas: Áhugalausir á köflumMynd/Stefán„Við tökum þetta þrátt fyrir að ég sé ekki ánægður með spilamennskuna, mér fannst við hálf áhugalausir á köflum," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindarvíkur eftir leikinn. „Fyrstu fimm mínúturnar spiluðum við vel eins og lið, eftir það fóru menn oft á egó-tripp hver fyrir sig, það ætluðu allir að vinna leikinn upp á eigin spýtur. Það gengur ekki í okkar kerfi, við spilum ekki upp á það." „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá, í kvöld fannst mér við alltaf eiga einn gír inni og það fór smá um mig þegar þeir minnkuðu muninn í eitt stig. Mér fannst við þó alltaf eiga einhver svör gegn leik þeirra þótt það kæmi stundum of seint," sagði Helgi. Ólafur: Unnum þetta á hörkuMynd/Stefán„Þetta var sterkur sigur, hann var samt full tæpur út af spilamennsku okkar. Það sat kannski eitthvað í mönnum eftir jólin, við hittum ekki mikið úr opnum skotum en þetta datt okkar megin," sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. „Við spiluðum illa gegn Þór og við töpuðum en við náðum að rífa okkur upp hérna í fjórða leikhluta og unnum leikinn. Við byrjuðum vel en vorum ekki ánægðir með leikinn sjálfann, töpuðum mörgum boltum, rangar ákvarðanir og fleira átti hlut í því." „Við unnum þetta á hörku í endann, eins og strákarnir sögðu þá unnum við þótt við hefðum verið með hausinn niður. Þetta er ekkert sem á að fagna en auðvitað erum við sáttir þegar við vinnum, fáum tvö stig og höldum stöðu okkar á toppnum," sagði Ólafur. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík. Fyrir þennan leik sátu heimamenn á toppnum með 16 stig eftir 9 leiki og hafa aðeins tapað einum leik. Njarðvíkingar sátu hinsvegar í 8. sæti fyrir leik kvöldsins. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og var J'Nathan Bullock stóran þátt í því, hann skoraði 11 af fyrstu 17 stigum liðsins. Þeir héldu undirtökum sínum það sem eftir var að hálfleiknum og höfðu 8 stiga forskot í hálfleik, 40-32. Það sama virtist vera upp á teningunum fyrstu mínútur þriðja leikhluta, Grindvíkingar byrjuðu betur og náðu muninum upp í 14 stig. Þá tók Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur leikhlé og þeir tóku við sér. Við tók kafli sem þeir skoruðu 17 stig gegn 4 stigum Grindvíkinga og náðu þeir að minnka muninn niður í 1 stig áður en leikhlutinn kláraðist. Fjórði leikhluti var í járnum fram að lokamínútunum þegar Grindvíkingar sigu fram úr Njarðvíkingum og endaði þetta með 73-65 sigri Grindvíkinga og eru þeir eru því enn á toppi deildarinnar með 18 stig.Grindavík: J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Giordan Watson 6, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 2.Njarðvík: Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4. Einar Árni: Þriggja stiga nýtingin varð okkur að falliMynd/Valli„Það er alltaf vont að tapa, við vorum alveg með þá á hreinu að þessi leikur yrði erfiður. Við stóðumst nokkur markmið sem við settum fyrir leikinn en það sem varð okkur að falli var þriggja stiga skotnýtingin," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Við æfðum vel um jólin, menn voru að hitta vel á æfingum, það vantaði svolítið að fylgja því eftir. Varnarlega tökum við það út úr leiknum að við höldum besta liði deildarinnar í 75 stigum og það er hlutur sem við tökum úr þessum leik." „Við eigum mikilvæga leiki í janúar og við ætlum að reyna að byggja á þessu þrátt fyrir að stigin tvö hafi ekki komið.Við náðum að minnka þetta niður í eitt stig og hefðum þurft einn þrist þar og ná forystunni þar." „Við misstum þá fram úr okkur en menn sýndu karakter og héldu áfram, þéttu varnarleikinn og náðu að mjaka sér áfram og höggva á forskotið, ég er ánægður með það," sagði Einar. Helgi Jónas: Áhugalausir á köflumMynd/Stefán„Við tökum þetta þrátt fyrir að ég sé ekki ánægður með spilamennskuna, mér fannst við hálf áhugalausir á köflum," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindarvíkur eftir leikinn. „Fyrstu fimm mínúturnar spiluðum við vel eins og lið, eftir það fóru menn oft á egó-tripp hver fyrir sig, það ætluðu allir að vinna leikinn upp á eigin spýtur. Það gengur ekki í okkar kerfi, við spilum ekki upp á það." „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá, í kvöld fannst mér við alltaf eiga einn gír inni og það fór smá um mig þegar þeir minnkuðu muninn í eitt stig. Mér fannst við þó alltaf eiga einhver svör gegn leik þeirra þótt það kæmi stundum of seint," sagði Helgi. Ólafur: Unnum þetta á hörkuMynd/Stefán„Þetta var sterkur sigur, hann var samt full tæpur út af spilamennsku okkar. Það sat kannski eitthvað í mönnum eftir jólin, við hittum ekki mikið úr opnum skotum en þetta datt okkar megin," sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. „Við spiluðum illa gegn Þór og við töpuðum en við náðum að rífa okkur upp hérna í fjórða leikhluta og unnum leikinn. Við byrjuðum vel en vorum ekki ánægðir með leikinn sjálfann, töpuðum mörgum boltum, rangar ákvarðanir og fleira átti hlut í því." „Við unnum þetta á hörku í endann, eins og strákarnir sögðu þá unnum við þótt við hefðum verið með hausinn niður. Þetta er ekkert sem á að fagna en auðvitað erum við sáttir þegar við vinnum, fáum tvö stig og höldum stöðu okkar á toppnum," sagði Ólafur.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira