Handbolti

Bestu atriðin úr þætti Þorsteins J., sunnudagur

Það var margt í umræðunni í þættinum Þorsteinn J. & gestir í kvöld á Stöð 2 sport þrátt fyrir að Íslandi hafi ekki átt leik á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Í samantekt þáttarins má finna viðtal við Kára Kristjánsson línumann en nýliðinn fann líklega upp nýyrði í handboltamálið þegar hann lýsti austurrísku vörninni í leiknum gegn Japan. „Pödduflatir," sagði Kári.

Geir Sveinsson og Guðjón Guðmundsson handbolta sérfræðingar þáttarins fóru yfir leikatriði hjá íslenska liðinu gegn Ungverjum og útskýrðu hvað Íslendingar geta gert þegar liðið er í undirtölu eða yfirtölu. Þeir ræddu einnig um japanska liðið.

Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Einar Þorvarðarsson í þættinum - og þar segir Einar m.a. frá samskiptum sínum við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara.

Þorsteinn J. tók viðtal við Dag Sigurðarson fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins en hann þekkir japanska landsliðið betur en margir aðrir. Dagur lék í mörg ár í Japan sem atvinnumaður.

Hafrún Kristjánsdóttir og Logi Geirsson fóru einnig yfir málin í „sófanum" og þar kom ýmislegt skemmtilegt fram. Logi gróf upp myndbönd af helstu stjörnu japanska landsliðsins sem er „íþróttaálfur" Japans ef marka má myndböndin.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×