NBA: Miami vann upp 20 stiga forskot og óheppnin eltir Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2011 11:00 Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu.LeBron James var með 25 stig og 10 stoðsendingar og Dwyane Wade skoraði líka 25 stig þegar Miami Heat vann 114-107 sigur á Golden State Warriors. Miami lenti 20 stigum undir í leiknum en kom til baka. Golden State skoraði 36 stig í bæði fyrsta og öðrum leikhluta en síðan aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum eða jafnmikið og þeir James, Wade og Chris Bosh gerðu saman. Chris Bosh var með 20 stig og 11 fráköst en hjá Golden State skoraði Dorell Wright 30 stig og Monta Ellis var með 25 stig. „Við vorum ekki að spila Miami Heat körfubolta í fyrri hálfleiknum en við tókum okkur saman og breyttum því í þeim seinni," sagði Dwyane Wade. Caron Butler meiddist á hné í nótt.Mynd/APDallas Mavericks tapaði þriðja leiknum í röð án Dirk Nowitzki þegar liðið lá 99-87 fyrir Milwaukee Bucks á útivelli. Nowitzki er meiddur á hné og Caron Butler meiddist einnig á hné í byrjun þessa leiks.Earl Boykins skoraði 26 stig fyrir Milwaukee, John Salmons var með 21 stig og Ersan Ilyasova skoraði 16 stig og tók 17 fráköst. Jose Barea skoraði 29 stig fyrir Dallas.San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið vann 101-74 sigur á Oklahoma City Thunder sem hafði aldrei tapað svona stórt á tímabilinu. San Antonio hefur unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og vann Los Angeles Lakers og Dallas í síðustu leikjum á undan þessum.Tim Duncan var með 21 stig og George Hill skoraði 16 stig en hjá Oklahoma City liðinu var Kevin Durant stigahæstur með "aðeins" með 16 stig.Mynd/APDerrick Rose var með 28 stig og 11 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 100-91 sigur á Cleveland Cavaliers og hefur Chicago-liðið þar með unnið 13 af síðstu 15 leikjum sínum.Luol Deng var með 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer bætti við 20 stigum og 11 fráköstum. J.J. Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem lék án Anderson Varejao, Mo Williams og Daniel Gibson.Carmelo Anthony snéri aftur í lið Denver Nuggets sem vann 104-86 sigur á Sacramento Kings. Anthony hafði ekki spilað síðan 18. desember eftir að hafa misst systur sína. Hann klikkaði á 15 af fyrstu 18 skotum sínum en endaði með 16 stig og 10 fráköst.Chauncey Billups skoraði 22 stig fyrir Denver og Nene var með 16 stig og 14 fráköst. Jason Thompson skoraði 17 stig fyrir Sacramento og DeMarcus Cousins var með 16 stig.Kevin Love var með 23 stig og 10 fráköst í 103-88 sigri Minnesota Timberwolves á New Jersey Nets. Darko Milicic var með 16 stig og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Sasha Vujacic skoraði 22 stig fyrir Nets-liðið sem tapaði sínum fimmta leik í röð.Nick Young lætur hér Chris Paul stela af sér boltanum.Mynd/APTrevor Ariza skoraði 22 stig, Emeka Okafor og Chris Paul voru báðir með tvennur þegar New Orleans Hornets vann 92-81 sigur á Washington Wizards.Okafor var með 17 stig og 15 fráköst og Paul skoraði 13 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 7 boltum. Nick Young skoraði mest fyrir Washington eða 24 stig en nýliðinn John Wall var með 12 stig, 10 stoðsendingar og 8 tapaða bolta.Paul Millsap skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar Utah Jazz cann 98-92 sigur á Memphis Grizzlies. Deron Williams skoraði 10 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig og 16 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Kevin Durant og félagar máttu þola sitt stærsta tap á tímabilinu í nótt.Mynd/APWashington Wizards-New Orleans Hornets 81-92 Chicago Bulls-Cleveland Cavaliers 100-91 Miami Heat-Golden State Warriors 114-107 Minnesota Timberwolves-New Jersey Nets 103-88 San Antonio Spurs-Oklahoma City Thunder 101-74 Milwaukee Bucks-Dallas Mavericks 99-87 Denver Nuggets-Sacramento Kings 104-86 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 98-92 NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu.LeBron James var með 25 stig og 10 stoðsendingar og Dwyane Wade skoraði líka 25 stig þegar Miami Heat vann 114-107 sigur á Golden State Warriors. Miami lenti 20 stigum undir í leiknum en kom til baka. Golden State skoraði 36 stig í bæði fyrsta og öðrum leikhluta en síðan aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum eða jafnmikið og þeir James, Wade og Chris Bosh gerðu saman. Chris Bosh var með 20 stig og 11 fráköst en hjá Golden State skoraði Dorell Wright 30 stig og Monta Ellis var með 25 stig. „Við vorum ekki að spila Miami Heat körfubolta í fyrri hálfleiknum en við tókum okkur saman og breyttum því í þeim seinni," sagði Dwyane Wade. Caron Butler meiddist á hné í nótt.Mynd/APDallas Mavericks tapaði þriðja leiknum í röð án Dirk Nowitzki þegar liðið lá 99-87 fyrir Milwaukee Bucks á útivelli. Nowitzki er meiddur á hné og Caron Butler meiddist einnig á hné í byrjun þessa leiks.Earl Boykins skoraði 26 stig fyrir Milwaukee, John Salmons var með 21 stig og Ersan Ilyasova skoraði 16 stig og tók 17 fráköst. Jose Barea skoraði 29 stig fyrir Dallas.San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið vann 101-74 sigur á Oklahoma City Thunder sem hafði aldrei tapað svona stórt á tímabilinu. San Antonio hefur unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og vann Los Angeles Lakers og Dallas í síðustu leikjum á undan þessum.Tim Duncan var með 21 stig og George Hill skoraði 16 stig en hjá Oklahoma City liðinu var Kevin Durant stigahæstur með "aðeins" með 16 stig.Mynd/APDerrick Rose var með 28 stig og 11 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 100-91 sigur á Cleveland Cavaliers og hefur Chicago-liðið þar með unnið 13 af síðstu 15 leikjum sínum.Luol Deng var með 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer bætti við 20 stigum og 11 fráköstum. J.J. Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem lék án Anderson Varejao, Mo Williams og Daniel Gibson.Carmelo Anthony snéri aftur í lið Denver Nuggets sem vann 104-86 sigur á Sacramento Kings. Anthony hafði ekki spilað síðan 18. desember eftir að hafa misst systur sína. Hann klikkaði á 15 af fyrstu 18 skotum sínum en endaði með 16 stig og 10 fráköst.Chauncey Billups skoraði 22 stig fyrir Denver og Nene var með 16 stig og 14 fráköst. Jason Thompson skoraði 17 stig fyrir Sacramento og DeMarcus Cousins var með 16 stig.Kevin Love var með 23 stig og 10 fráköst í 103-88 sigri Minnesota Timberwolves á New Jersey Nets. Darko Milicic var með 16 stig og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Sasha Vujacic skoraði 22 stig fyrir Nets-liðið sem tapaði sínum fimmta leik í röð.Nick Young lætur hér Chris Paul stela af sér boltanum.Mynd/APTrevor Ariza skoraði 22 stig, Emeka Okafor og Chris Paul voru báðir með tvennur þegar New Orleans Hornets vann 92-81 sigur á Washington Wizards.Okafor var með 17 stig og 15 fráköst og Paul skoraði 13 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 7 boltum. Nick Young skoraði mest fyrir Washington eða 24 stig en nýliðinn John Wall var með 12 stig, 10 stoðsendingar og 8 tapaða bolta.Paul Millsap skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar Utah Jazz cann 98-92 sigur á Memphis Grizzlies. Deron Williams skoraði 10 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig og 16 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Kevin Durant og félagar máttu þola sitt stærsta tap á tímabilinu í nótt.Mynd/APWashington Wizards-New Orleans Hornets 81-92 Chicago Bulls-Cleveland Cavaliers 100-91 Miami Heat-Golden State Warriors 114-107 Minnesota Timberwolves-New Jersey Nets 103-88 San Antonio Spurs-Oklahoma City Thunder 101-74 Milwaukee Bucks-Dallas Mavericks 99-87 Denver Nuggets-Sacramento Kings 104-86 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 98-92
NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira