Handbolti

Sverre: Þetta var bara ótrúlegt

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

„Við ræddum um það í hálfleik að sýna hvað við vorum búnir að vinna í fyrir leikinn. Við vorum búnir að leggja línurnar og ætluðum að gera hlutina allt öðruvís í fyrri hálfleik," sagði Sverre Jakobsson við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir leikinn.

„Við náðum að hefna okkar, eftir tvo slæma leiki gegn þeim. Við ætluðum ekki að fara af vellinum með eitthvað tap á bakinu - þetta var bara ótrúlegt ég trúi þessu bara varla sjálfur," sagði Sverre. Hörður spurði Sverre út í ágætt færi sem hann fékk í leiknum en það vakti athygli gegn Japan í gær að varnarmaðurinn skoraði mark - en það þykir enn fréttaefni í Evrópu.

„Nú fékk ég víti og ég skora bara í næsta leik. Þetta sýnir bara hvað við getum verið góðir þegar við viljum það. Við viljum fara með fjögur stig í milliriðilinn og sigur gegn Norðmönnum tryggir okkur það," sagði Sverre.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×