Handbolti

Sverre: Þetta er kjaftshögg

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar

Varnartröllið Sverre Jakobsson var ekki sáttur við sjálfan sig né íslenska liðið gegn Þýskalandi í kvöld.

"Ef ég horfi á sjálfan mig þá fann vörnin aldrei taktinn. Við vorum því miður aldrei almennilega inn í leiknum. Við náðum að jafna en fylgdum því ekki eftir og þeir gengu á lagið. Það gekk ekki neitt," sagði Sverre.

"Þetta er kjaftshögg og núna bíður úrslitaleikur gegn Spánverjum því við ætlum að gera eitthvað í þessu móti. Ef við naúm ekki tveim stigum þar erum við algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Þessi leikur verður að vinnast. Það er allt eða ekkert.

"Við verðum að ná þessum leik út úr okkur og fara að hugsa um Spánverjana. Mér fannst ég persónulega bregðast í þessum leik," sagði Sverre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×