FH-ingar í ham gegn Valsmönnum Elvar Geir Magnússon skrifar 10. febrúar 2011 21:01 FH vann sannfærandi sigur á Val 34-24 í N1-deild karla í kvöld. Með góðum kafla í fyrri hálfleik náði liðið öruggri forystu sem það lét aldrei af hendi. FH-ingar voru með undirtökin í fyrri hálfleiknum og höfðu 17-13 forystu að honum loknum. Í stöðunni 2-3 var eina skiptið sem Valur hafði yfir í leiknum en eftir það kom 7-1 kafli hjá FH-ingum sem breyttu stöðunni í 9-4. Þá var þjálfurum Valsliðsins nóg boðið og tóku leikhlé. En það gekk erfiðlega hjá gestunum að finna glufur á vörn heimamanna, það var bara Anton Rúnarsson sem var að finna leiðina að markinu. Á lokakafla fyrri hálfleiks misstu dómarar leiksins, Gísli og Hafsteinn, tökin og reyndu sitt á hvað að bæta fyrir mistök sem þeir höfðu gert með undarlegum ákvörðunum. Vakti það litla hrifningu hjá leikmönnum beggja liða en dómararnir gátu andað léttar þegar hálfleikurinn kom en þeir stóðu sig talsvert betur eftir hlé. Valsmenn mættu ákafir til leiks í seinni hálfleik en Hafnfirðingar héldu einbeitingu vel og hleyptu þeim ekki nálægt sér. Daníel Andrésson kom í markið hjá heimamönnum og varði vel. Hlíðarendaliðið gerði of mörg mistök í sóknarleiknum og opnuðu leiðir fyrir hraðaupphlauðsmörk andstæðingana sem á endanum lönduðu tíu marka sigri. Markahæstir hjá FH voru Ásbjörn Friðriksson með 9 mörk og stórskyttan Ólafur Guðmundsson með 8 mörk. Sjónvarpsstjarnan Anton Rúnarsson var langatkæðamestur Valsmanna með 9 mörk. FH - Valur 34-24 (17-13) Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/1 (12/1), Ólafur Guðmundsson 8 (11), Halldór Guðjónsson 5 (7), Baldvin Þorsteinsson 4 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 3 (5), Örn Ingi Bjarkason 2 (3), Hjörtur Hinriksson 1 (1), Ólafur Gústafsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 10/1, Pálmar Pétursson 8/1.Hraðaupphlaup: 8 (Ólafur 4, Baldvin 2, Halldór 2)Fiskuð víti: 1 (Atli Rúnar)Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 9/1 (11/1), Ernir Hrafn Arnarson 5/1 (10/2), Valdimar Fannar Þórsson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (3), Alex Jedic 2 (6), Sturla Ásgeirsson 1 (4/1), Einar Örn Guðmundsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Morthens 10, Friðrik Þór Sigmarsson 3.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Anton, Sturla)Fiskuð víti: 4 (Hjálmar Arnarson, Orri, Einar, Ernir)Utan vallar: 6 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
FH vann sannfærandi sigur á Val 34-24 í N1-deild karla í kvöld. Með góðum kafla í fyrri hálfleik náði liðið öruggri forystu sem það lét aldrei af hendi. FH-ingar voru með undirtökin í fyrri hálfleiknum og höfðu 17-13 forystu að honum loknum. Í stöðunni 2-3 var eina skiptið sem Valur hafði yfir í leiknum en eftir það kom 7-1 kafli hjá FH-ingum sem breyttu stöðunni í 9-4. Þá var þjálfurum Valsliðsins nóg boðið og tóku leikhlé. En það gekk erfiðlega hjá gestunum að finna glufur á vörn heimamanna, það var bara Anton Rúnarsson sem var að finna leiðina að markinu. Á lokakafla fyrri hálfleiks misstu dómarar leiksins, Gísli og Hafsteinn, tökin og reyndu sitt á hvað að bæta fyrir mistök sem þeir höfðu gert með undarlegum ákvörðunum. Vakti það litla hrifningu hjá leikmönnum beggja liða en dómararnir gátu andað léttar þegar hálfleikurinn kom en þeir stóðu sig talsvert betur eftir hlé. Valsmenn mættu ákafir til leiks í seinni hálfleik en Hafnfirðingar héldu einbeitingu vel og hleyptu þeim ekki nálægt sér. Daníel Andrésson kom í markið hjá heimamönnum og varði vel. Hlíðarendaliðið gerði of mörg mistök í sóknarleiknum og opnuðu leiðir fyrir hraðaupphlauðsmörk andstæðingana sem á endanum lönduðu tíu marka sigri. Markahæstir hjá FH voru Ásbjörn Friðriksson með 9 mörk og stórskyttan Ólafur Guðmundsson með 8 mörk. Sjónvarpsstjarnan Anton Rúnarsson var langatkæðamestur Valsmanna með 9 mörk. FH - Valur 34-24 (17-13) Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/1 (12/1), Ólafur Guðmundsson 8 (11), Halldór Guðjónsson 5 (7), Baldvin Þorsteinsson 4 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 3 (5), Örn Ingi Bjarkason 2 (3), Hjörtur Hinriksson 1 (1), Ólafur Gústafsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 10/1, Pálmar Pétursson 8/1.Hraðaupphlaup: 8 (Ólafur 4, Baldvin 2, Halldór 2)Fiskuð víti: 1 (Atli Rúnar)Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 9/1 (11/1), Ernir Hrafn Arnarson 5/1 (10/2), Valdimar Fannar Þórsson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (3), Alex Jedic 2 (6), Sturla Ásgeirsson 1 (4/1), Einar Örn Guðmundsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Morthens 10, Friðrik Þór Sigmarsson 3.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Anton, Sturla)Fiskuð víti: 4 (Hjálmar Arnarson, Orri, Einar, Ernir)Utan vallar: 6 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira