Hlý föt fyrir dansara 30. janúar 2011 08:00 Fréttablaðið/Stefán Þótt flestir Íslendingar þurfi að huga að hlýjum klæðnaði yfir vetrarmánuðina er það dönsurum sérstaklega mikilvægt til að forða því að líkaminn stífni upp eins og Lára Stefánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Íslands, veit. „Ég þarf að klæðast mjög hlýjum fötum til að fá hita í kroppinn og finnst mikilvægt að vera í góðum ekta efnum eins og ull, sem andar en er samt hlý,“ segir Lára. Uppáhaldsflík Láru er mokkakápan sem hún klæðist en hún getur snúið henni við og þannig ýmist haft hana alveg hvíta eða látið skinnið snúa fram. „Mér finnst fötin þurfa að að vera þægileg og óþvingandi þannig að maður sé frjáls. Minn klæðnaður tekur líka mið af því að ég þarf að geta kennt í þeim og hreyft mig, auk þess sem hann þarf líka að vera fínn til að nota dagsdaglega í vinnunni. Því á ég mikið af leggings sem ég get æft í en henta líka hversdags. Annars finnst mér skemmtilegast að blanda saman nýju og gömlu.“ Lára hefur í nægu að snúast en auk þess að stýra Listdansskólanum er hún þessa dagana að æfa í Svanasöngnum sem sýndur verður 4. febrúar í Íslensku óperunni. Ljóðatónlist Franz Schuberts er þar flutt af tónlistarmönnum í samstarfi við dansara en Kennet Oberly, sem sviðsett hefur mörg sérstök verk, sviðsetur Svanasönginn fyrir dansara. juliam@frettabladid.is Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Þótt flestir Íslendingar þurfi að huga að hlýjum klæðnaði yfir vetrarmánuðina er það dönsurum sérstaklega mikilvægt til að forða því að líkaminn stífni upp eins og Lára Stefánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Íslands, veit. „Ég þarf að klæðast mjög hlýjum fötum til að fá hita í kroppinn og finnst mikilvægt að vera í góðum ekta efnum eins og ull, sem andar en er samt hlý,“ segir Lára. Uppáhaldsflík Láru er mokkakápan sem hún klæðist en hún getur snúið henni við og þannig ýmist haft hana alveg hvíta eða látið skinnið snúa fram. „Mér finnst fötin þurfa að að vera þægileg og óþvingandi þannig að maður sé frjáls. Minn klæðnaður tekur líka mið af því að ég þarf að geta kennt í þeim og hreyft mig, auk þess sem hann þarf líka að vera fínn til að nota dagsdaglega í vinnunni. Því á ég mikið af leggings sem ég get æft í en henta líka hversdags. Annars finnst mér skemmtilegast að blanda saman nýju og gömlu.“ Lára hefur í nægu að snúast en auk þess að stýra Listdansskólanum er hún þessa dagana að æfa í Svanasöngnum sem sýndur verður 4. febrúar í Íslensku óperunni. Ljóðatónlist Franz Schuberts er þar flutt af tónlistarmönnum í samstarfi við dansara en Kennet Oberly, sem sviðsett hefur mörg sérstök verk, sviðsetur Svanasönginn fyrir dansara. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira