Körfubolti

NBA í nótt: New York vann Miami

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Dwyane Wade ætlaði að spila með þessi gleraugu í nótt en fékk ekki þar sem þau þóttu of dökk.
Dwyane Wade ætlaði að spila með þessi gleraugu í nótt en fékk ekki þar sem þau þóttu of dökk. Mynd/AP

New York vann í nótt góðan sigur á Miami í NBA-deildinni í körfubolta, 93-88, þrátt fyrir að hafa verið níu stigum undir í upphafi fjórða leikhluta.

Þeir Danilo Gallinari og Landry Fields settu báðir niður tvo þrista eftir þetta sem átti drjúgan þátt í því að Miami komst yfir og kláraði leikinn. New York kláraði leikinn á 21-12 spretti og skoraði einnig síðustu fjögur stig leiksins.

Þetta var annar sigur New York í röð eftir sex leikja taphrinu. Miami var með bestan árangur allra liða í Austurdeildinni fyrir leikinn en missti nú Boston fyrir ofan sig.

Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir New York og Gallinari bætti við 20. Dwyane Wade skoraði 34 stig fyrir Miami en LeBron James var með 27 stig. Hann nýtti hins vegar aðeins sjö af 24 skotum sínum í leiknum.

Boston vann Portland, 88-78. Ray Allen skoraði átján stig fyrir Boston.

Houston vann Dallas, 111-106. Luis Scola skoraði 30 stig fyrir Houston og tók þar að auki átta fráköst.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×