Umfjöllun: Framstelpur eiga enn möguleika þrátt fyrir skelfilega byrjun Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2011 20:30 Sigurbjörg Jóhannsdóttir brýst í gegnum vörn þýska liðsins í kvöld. Mynd/Daníel HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Framarar höfðu aldeilis slegið í gegn í Evrópukeppninni í vetur og voru fyrir leikinn i kvöld ósigraðar. Svissneska liðið Brühl og úkraínska liðið Podatkova voru enginn fyrirstaða fyrir Fram í leið þeirra að 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Það væri því frábær árangur ef heimastúlkur ná að slá hið feikna sterka lið Blomberg-Lippe úr leik um helgina, en fyrri leikur liðana var í Safamýrinni í kvöld og sá síðari fer einnig fram á heimavelli Framara og er á morgun kl 16:00. Íris Björk Símonardóttir byrjaði í markinu hjá Fram en hún mældist með 40 stiga hita rétt fyrir leik og gekk greinilega ekki alveg heil til skógar. Gestirnir frá Þýskalandi hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 6-0 eftir aðeins fimm mínútna leik. Framliðið var greinilega ekki mætt til leiks og rétt eins og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, sagði við stelpurnar í leikhléi snemma leiks að Framarar væru að bera allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Fyrsta mark Framara kom eftir níu mínútna leik þegar þær minnkuðu muninn í 8-1. Blomberg-Lippe náði stuttu síðar tíu marka forskoti þegar þær komust í 12-2. Um það leyti breytti Einar Jónsson, þjálfari Fram um varnarafbrigði og skipti yfir í 3-2-1 vörn. Við það virtist lifna við Framliðinu og hægt og rólega komust þær meira í takt við leikinn. Staðan var samt sem áður 18-12 í hálfleik fyrir gestina og margt þurfti að breytast til að heimastúlkur kæmust inn í leikinn. Fram byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þær enduðu þann fyrri og minnkuðu muninn strax niður í fjögur mörk. Allt í einu var leikurinn galopin og allt gat gerst. Þegar korter var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö mörk. Stella Sigurðardóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur og lék hreint út sagt stórkostlega. Íris Björk Símonardóttir hrökk í gang og byrjaði að verja vel í markinu. Lið Blomberg-Lippe var á köflum í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Framara og gerðu mikið af tæknimistökum í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk samt sem áður með tveggja marka sigri Blomberg-Lippe sem verður að teljast fín úrslit fyrir seinni leikinn sem fram fer á morgun. Framliðið er til alls líklegt ef þær spila eins og síðustu 45 mínútur leiksins í kvöld.Blomberg-Lippe-Fram 26-24 (18-12)Mörk Blomberg-Lippe (skot): ,Sabrina Richter 9/2 (9/2), ,Franziska Muller 4 (4), Nadine Krause 4 (5), Katja Langkeit 4 (8), Caroline Thomas 3 (5), Michaela Seiffert 2 (9), Xenia Smits 0 (3), Kim Berndt 0 (1)Varin skot: Natalie Hagel 17 (23/4 43%), Isabell Roch 0 (0/1)Hraðaupphlaup: 4 (Sabrina Richter 2, Franziska Muller, Nadine Krause)Fiskuð víti: 2 (Michaela Seiffert, Katja Langkeit)Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðardóttir 9/2 (15/2), Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3), Marthe Sördal 2 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) .Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Marthe Sördal 2, Ásta Birna, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir)Fiskuð víti: 7 (Stella Sigurðardóttir 3, Pavla 3 og Karen Knútsdóttir)Brottvísanir: 6 mínútur Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Framarar höfðu aldeilis slegið í gegn í Evrópukeppninni í vetur og voru fyrir leikinn i kvöld ósigraðar. Svissneska liðið Brühl og úkraínska liðið Podatkova voru enginn fyrirstaða fyrir Fram í leið þeirra að 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Það væri því frábær árangur ef heimastúlkur ná að slá hið feikna sterka lið Blomberg-Lippe úr leik um helgina, en fyrri leikur liðana var í Safamýrinni í kvöld og sá síðari fer einnig fram á heimavelli Framara og er á morgun kl 16:00. Íris Björk Símonardóttir byrjaði í markinu hjá Fram en hún mældist með 40 stiga hita rétt fyrir leik og gekk greinilega ekki alveg heil til skógar. Gestirnir frá Þýskalandi hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 6-0 eftir aðeins fimm mínútna leik. Framliðið var greinilega ekki mætt til leiks og rétt eins og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, sagði við stelpurnar í leikhléi snemma leiks að Framarar væru að bera allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Fyrsta mark Framara kom eftir níu mínútna leik þegar þær minnkuðu muninn í 8-1. Blomberg-Lippe náði stuttu síðar tíu marka forskoti þegar þær komust í 12-2. Um það leyti breytti Einar Jónsson, þjálfari Fram um varnarafbrigði og skipti yfir í 3-2-1 vörn. Við það virtist lifna við Framliðinu og hægt og rólega komust þær meira í takt við leikinn. Staðan var samt sem áður 18-12 í hálfleik fyrir gestina og margt þurfti að breytast til að heimastúlkur kæmust inn í leikinn. Fram byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þær enduðu þann fyrri og minnkuðu muninn strax niður í fjögur mörk. Allt í einu var leikurinn galopin og allt gat gerst. Þegar korter var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö mörk. Stella Sigurðardóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur og lék hreint út sagt stórkostlega. Íris Björk Símonardóttir hrökk í gang og byrjaði að verja vel í markinu. Lið Blomberg-Lippe var á köflum í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Framara og gerðu mikið af tæknimistökum í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk samt sem áður með tveggja marka sigri Blomberg-Lippe sem verður að teljast fín úrslit fyrir seinni leikinn sem fram fer á morgun. Framliðið er til alls líklegt ef þær spila eins og síðustu 45 mínútur leiksins í kvöld.Blomberg-Lippe-Fram 26-24 (18-12)Mörk Blomberg-Lippe (skot): ,Sabrina Richter 9/2 (9/2), ,Franziska Muller 4 (4), Nadine Krause 4 (5), Katja Langkeit 4 (8), Caroline Thomas 3 (5), Michaela Seiffert 2 (9), Xenia Smits 0 (3), Kim Berndt 0 (1)Varin skot: Natalie Hagel 17 (23/4 43%), Isabell Roch 0 (0/1)Hraðaupphlaup: 4 (Sabrina Richter 2, Franziska Muller, Nadine Krause)Fiskuð víti: 2 (Michaela Seiffert, Katja Langkeit)Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðardóttir 9/2 (15/2), Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3), Marthe Sördal 2 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) .Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Marthe Sördal 2, Ásta Birna, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir)Fiskuð víti: 7 (Stella Sigurðardóttir 3, Pavla 3 og Karen Knútsdóttir)Brottvísanir: 6 mínútur
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira