Handbolti

Ég var svartsýnn í október

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var heldur niðurlútur í viðtali við Hörð Magnússon í þætti Þorsteins J. og gesta á Stöð 2 Sport í gær.

„Það hefði verið sætt að ná fimmta sætinu og auðvitað vildum við fá meira úr þessum leik. Við vorum nálægt sigrinum en áttum tvo slæma tíu mínútna kafla sem gerði það að verkum að við unnum ekki í dag," sagði Guðmundur meðal annars.

„En ég er ánægður með þetta. Þegar ég var með liðið í október og upplifði stöðuna á því þá var ég svartsýnn á framhaldið. En okkur tókst í sameiningu að snúa þessu við."

„Markmiðin voru þó að komast í undanúrslit," bætti hann við.

Guðmundur er með samning við HSÍ fram yfir Ólympíuleikana 2012 og segir hann ekki annað standa til en að efna þann samning.

„Það hefur ekkert annað komið fram en að það gangi eftir. Við verðum að sjá til en á þessu stigi eru engar breytingar fram undan."

Hörður ræddi einnig við Ólaf Stefánsson og Guðjón Val Sigurðsson sem fóru yfir gengi Íslands á mótinu. Viðtölin í heild sinni má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×