Handbolti

Alexander er klár í slaginn og Guðmundur svarar gagnrýni Dags

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

„Við ætlum að sjálfsögu að gefa allt í leikinn gegn Króatíu," segir Alexander Petersson í viðtali við Hörð Magnússon íþróttafréttamann Stöðvar 2 en Íslendingar leika um 5. sætið á HM gegn Króatíu og hefst leikurinn kl. 19.30 á föstudaginn. Alexander segir að hann hafi fengið góða hvíld undanfarnar tvö daga.

„Ég er búinn að spila mikið en ég er ekki meiddur. Ég verð orðinn góður á morgun," sagði Alexander.

Guðmundur svaraði gagnrýni frá Degi Sigurðssyni þess efnis að hann hafi notað Alexander of mikið á HM og látið Ólaf Stefánsson hvíla. Guðmundur er í þeirri stöðu að vera þjálfari Ólafs hjá þýska liðinu Rhein Neckar Löwen og Dagur þjálfar Alexander hjá Fücshe Berlín.

Alexander mun ganga til liðs við RN Löwen eftir 1 ½ ár og segir Guðmundur að það sé líklega rauði þráðurinn í þessu máli.

Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×