Megum ekki fara fram úr okkur Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar 22. janúar 2011 09:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlinum og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn," segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverjar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna." Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara landsliðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurfum á öllu að halda til þess að vinna leikinn," segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milliriðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gangandi. Við verðum að halda þessari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og vonandi fer íslenska þjóðin ekki heldur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir," segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarnir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tíminn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna," segir Guðmundur og glottir við tönn. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlinum og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn," segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverjar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna." Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara landsliðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurfum á öllu að halda til þess að vinna leikinn," segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milliriðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gangandi. Við verðum að halda þessari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og vonandi fer íslenska þjóðin ekki heldur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir," segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarnir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tíminn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna," segir Guðmundur og glottir við tönn.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti