Útópía Jens Fjalar Skaptason skrifar 11. febrúar 2011 06:00 Ég á mér hugmynd um fullkominn heim. Ég og John Lennon. Í minni útgáfu af Útópíu væru kynferði, kynhneigð og kynþáttur nákvæmlega enginn faktor í verðleikamati nokkurrar manneskju. Gildi hennar væri gersamlega óháð þessum þáttum. Samfélagið myndi ekki einkennast af gagnkynhneigðu forræði, hörundslitur væri afstæður og kynin stæðu jafnfætis. Það væri nefnilega á engan hallað í minni Útópíu. Það er von mín og trú að flestir Íslendingar deili þessari hugmynd um hinn fullkomna veruleika. Með mér og John Lennon. Við erum að minnsta kosti á réttri leið og lengra komin en meirihluti þjóða heimsins. Fyrir þremur árum síðan var kvenréttindabaráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn Benazir Bhutto skotin til bana í Pakistan. Hin afganska Bibi Aishu, sem birtist nýverið á forsíðu tímaritsins The Times, er ein af milljónum kvenna sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi af hendi eiginmanns síns. Nauðganir, morð, barsmíðar, kúgun og misnotkun. Baráttan er gríðarlega umfangsmikil og birtingarmyndir kynjamisréttis ótal margar. Eins hrikaleg og óafsakanleg sem staðan í mannréttindamálum er í mörgum löndum þá réttlætir það þó ekki vægari útgáfu af misrétti á Íslandi. Markmiðið hlýtur að vera metnaðarfyllra. Íslendingar eru framarlega á merinni í mannréttindamálum almennt en skipið er þó enn fjarri höfn. Útópía er ekki í augsýn enn. Baráttunni okkar lauk hvorki með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heims (sem kjörin var í almennum kosningum) né með skipan fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims, þrátt fyrir að þetta hafa vissulega verið gríðarlega stórir og mikilvægir áfangar fyrir málstaðinn. Hvenær er baráttunni þá raunverulega lokið ? Launamunur kynjanna er enn viðvarandi vandamál sem Íslendingar hafa alla burði til að yfirstíga. Ef við ímyndum okkur árs vinnuframlag konu og karls í sama starfi myndi konan að meðaltali hætta að fá laun í okt/nóv á meðan karlinn fengi laun út árið. Árið sem þessi kona fær laun út 31. desember er hinn raunverulegi sigur í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna á Íslandi. Daginn sem kona hefur nákvæmlega sama aðgengi og karlmenn að valdastöðum í sínu landi er raunverulegur sigur. Daginn sem engin kona þarf að þola kynbundið ofbeldi er raunverulegur sigur. Þrátt fyrir að hindanirnar séu margar og sigrarnir stórir eru þeir raunhæfir. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna og uppgjöf er ekki í boði. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Öðlingurinn Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég á mér hugmynd um fullkominn heim. Ég og John Lennon. Í minni útgáfu af Útópíu væru kynferði, kynhneigð og kynþáttur nákvæmlega enginn faktor í verðleikamati nokkurrar manneskju. Gildi hennar væri gersamlega óháð þessum þáttum. Samfélagið myndi ekki einkennast af gagnkynhneigðu forræði, hörundslitur væri afstæður og kynin stæðu jafnfætis. Það væri nefnilega á engan hallað í minni Útópíu. Það er von mín og trú að flestir Íslendingar deili þessari hugmynd um hinn fullkomna veruleika. Með mér og John Lennon. Við erum að minnsta kosti á réttri leið og lengra komin en meirihluti þjóða heimsins. Fyrir þremur árum síðan var kvenréttindabaráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn Benazir Bhutto skotin til bana í Pakistan. Hin afganska Bibi Aishu, sem birtist nýverið á forsíðu tímaritsins The Times, er ein af milljónum kvenna sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi af hendi eiginmanns síns. Nauðganir, morð, barsmíðar, kúgun og misnotkun. Baráttan er gríðarlega umfangsmikil og birtingarmyndir kynjamisréttis ótal margar. Eins hrikaleg og óafsakanleg sem staðan í mannréttindamálum er í mörgum löndum þá réttlætir það þó ekki vægari útgáfu af misrétti á Íslandi. Markmiðið hlýtur að vera metnaðarfyllra. Íslendingar eru framarlega á merinni í mannréttindamálum almennt en skipið er þó enn fjarri höfn. Útópía er ekki í augsýn enn. Baráttunni okkar lauk hvorki með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heims (sem kjörin var í almennum kosningum) né með skipan fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims, þrátt fyrir að þetta hafa vissulega verið gríðarlega stórir og mikilvægir áfangar fyrir málstaðinn. Hvenær er baráttunni þá raunverulega lokið ? Launamunur kynjanna er enn viðvarandi vandamál sem Íslendingar hafa alla burði til að yfirstíga. Ef við ímyndum okkur árs vinnuframlag konu og karls í sama starfi myndi konan að meðaltali hætta að fá laun í okt/nóv á meðan karlinn fengi laun út árið. Árið sem þessi kona fær laun út 31. desember er hinn raunverulegi sigur í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna á Íslandi. Daginn sem kona hefur nákvæmlega sama aðgengi og karlmenn að valdastöðum í sínu landi er raunverulegur sigur. Daginn sem engin kona þarf að þola kynbundið ofbeldi er raunverulegur sigur. Þrátt fyrir að hindanirnar séu margar og sigrarnir stórir eru þeir raunhæfir. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna og uppgjöf er ekki í boði. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun