Handbolti

Samantekt úr HM þætti Þorsteins J. – „Þjóðin var lauflétt árið 1997“

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Að venju var farið ítarlega yfir gang mála á heimsmeistaramótinu í handbolta í HM þættinum Þorsteinn J. & gestir á Stöð 2 sport í gær. Handboltasérfræðingar fóru yfir ýmis atriði í þættinum og bentu á ýmis atriði sem fóru úrskeiðis hjá Íslandi í milliriðlinum á HM.

Geir Sveinsson sagði að gleðitíðindinn væru þau að Ísland væri að fara leika við Króatíu um 5. sætið á HM. „Þetta var dimmur morgun, við gátum hugsanlega farið að spila um 9.-10. sætið. Heilt yfir þá datt botninn aðeins úr þessu hjá okkur í síðustu leikjunum og ég hefði klárlega viljað sjá okkur koma örlítið betur út úr þessum síðustu leikjum," sagði Geir m.a.

Logi Geirsson sagði það vonbrigði að tapa öllum leikjunum í milliriðilinum. „Tölurnar tala sínu máli og það er vissulega frábær árangur að leika um 5. sætið," sagði Logi en hann leyndi því ekki að hann vildi að liðið hefði náð betri árangri.

Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport sagði að góð byrjun á mótinu hafi lagt grunninn að árangri Íslands en andstæðingarnir í milliriðlinum - heimsmeistarar síðustu þriggja HM hefðu einfaldlega verið betri en Ísland. „Við áttum að geta unnið Þjóðverjana," sagði Guðjón.

Hafrún Kristjánsdóttir sagði að hún væri svekkt með síðustu þrjá leiki Íslands í milliriðlinum. „Við megum samt sem ekki gleyma því að árið 1997 þegar við lékum um fimmta sætið í Kumomoto þá var þjóðin bara lauflétt yfir því," sagði Hafrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×