Fagleg vinnubrögð, oft var þörf en nú er nauðsyn! Þórarinn Eyfjörð skrifar 22. janúar 2011 06:00 Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkisstofnun, þegar ríkisstjórnin landsins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar ríkisendurskoðunar lýstu þessari áherslu á fundi forstöðumanna stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit ríkisendurskoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi forstöðumanns. Hvernig er þá ástandið í starfsmannamálum? Helmingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin úr pistli frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að; „ ... það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar meðal annars með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald". Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „... faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf hennar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfshætti." Þar höfum við það. Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverjir það eru sem stjórna hinum faglegu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mannauðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðarfræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðlun, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt; faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkisstofnana tileinki sér fagleg vinnubrögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðsstjórnunar? Augljósasta svarið er að veita forstöðumönnum og stjórnendum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árangurs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfsmannastjórnunar og mannauðsmála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftirsóttur atvinnuveitandi, sem þekktur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkisstofnun, þegar ríkisstjórnin landsins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar ríkisendurskoðunar lýstu þessari áherslu á fundi forstöðumanna stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit ríkisendurskoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi forstöðumanns. Hvernig er þá ástandið í starfsmannamálum? Helmingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin úr pistli frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að; „ ... það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar meðal annars með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald". Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „... faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf hennar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfshætti." Þar höfum við það. Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverjir það eru sem stjórna hinum faglegu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mannauðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðarfræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðlun, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt; faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkisstofnana tileinki sér fagleg vinnubrögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðsstjórnunar? Augljósasta svarið er að veita forstöðumönnum og stjórnendum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árangurs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfsmannastjórnunar og mannauðsmála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftirsóttur atvinnuveitandi, sem þekktur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun