Að synda í skítköldum sjó 29. desember 2011 06:00 Fyrir rúmum þrem árum hringdi systir mín í mig og sagði mér að hún hefði skellt sér í sjósund. Mér fannst það frekar kjánalegt en var svo sem ekkert að láta hana heyra það. Gretti mig pínulítið hinum megin á símalínunni og sagði „ó, en frábært" án þess að meina það alveg frá hjartanu. En systir mín fór aftur og aftur í sjósund og dásamaði þetta alltaf meir og meir í hvert skipti. Heima sat ég hálf partinn undrandi á henni en samt hreykin af dugnaði hennar og ákvað síðan að skella mér með, prófa bara einu sinni. Mitt fyrsta sjósund var 5. nóvember 2008 og mikið skelfilega var þetta kalt. Það var samt eitthvað við sjósundið, það má segja að það hafi verið svona gott-vont! Ég hef satt best að segja ekki stoppað að synda síðan. Ég hef synt hin ýmsu sjósund en það sem stendur upp úr er formlegt Viðeyjarsund sem ég þreytti nú síðasta sumar, ásamt tengdadóttur minni og vinkonu, og var þar með áttunda konan á Íslandi til að synda það sund. Vissulega hef ég fengið að heyra ýmislegt þegar ég segi við fólk að ég stundi þessa íþrótt. Sumir segja að ég sé skrýtin, bara rugluð. Hef verið spurð hvort ekki sé bara hægt að fylla baðkarið af klökum og liggja þar, og álíka spurningar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistill er sú að mig langar að deila með ykkur hvað sjósund hefur gert fyrir mig. Áður en ég byrjaði í sjósundi var ég með mikinn áreynsluastma, hafði exem og nánast ekkert þol. Ég gat ekki labbað upp Esjuna öðru vísi en að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og kasta mæðinni. Ég var endalaust með steraáburð á lofti til að bera á mig og stóð á öndinni ef ég reyndi að hlaupa eitthvað og varð þá í framan á litinn eins og karfi. Núna er þetta allt horfið og þakka ég sjósundinu fyrir það. Ég skokka upp Esjuna án nokkurra astmaeinkenna, fór meira að segja í fyrra upp á hæsta fjall stærsta jökuls Evrópu (Hvannadalshnjúk). Ég hljóp í sumar 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og degi síðar synti ég formlegt Viðeyjarsund (4,3 km). Einnig er exemið nánast alveg horfið. Enginn sem mig þekkir hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að gera þetta allt saman. Það sem gerist í líkamanum við það að fara í sjósund er að í kulda dragast æðarnar saman, pumpan fer alveg á fullt og álagið á hjartað eykst. Vissulega hljómar þetta svakalegt en treystið mér, þetta hefur gert kraftaverk fyrir mig, bæði andlega og líkamlega. Mér líður mun betur í dag og hlakka til að mæta í Nauthólsvíkina góðu í hverri viku til að synda með vinum mínum. Ég stunda þetta ekki ein því það er fullt af fólki sem stundar þessa íþrótt og félagsskapurinn er frábær og mjög dýrmætur. Það eru allir glaðir í sjónum og pottinum, allir stoltir af sjálfum sér að taka þeirri áskorun að skella sér í sjóinn í hvaða veðri sem er. Kæri lesandi, á nýársdag er nýárssundið okkar í Nauthólsvík. Ég hlakka mikið til að byrja árið á því að hitta vini mína og synda með þeim. Ég skora á þig að setja þér markmið um að prófa og koma í Nauthólsvík og synda með okkur kl. 11. Hlakka til að sjá þig :-) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum þrem árum hringdi systir mín í mig og sagði mér að hún hefði skellt sér í sjósund. Mér fannst það frekar kjánalegt en var svo sem ekkert að láta hana heyra það. Gretti mig pínulítið hinum megin á símalínunni og sagði „ó, en frábært" án þess að meina það alveg frá hjartanu. En systir mín fór aftur og aftur í sjósund og dásamaði þetta alltaf meir og meir í hvert skipti. Heima sat ég hálf partinn undrandi á henni en samt hreykin af dugnaði hennar og ákvað síðan að skella mér með, prófa bara einu sinni. Mitt fyrsta sjósund var 5. nóvember 2008 og mikið skelfilega var þetta kalt. Það var samt eitthvað við sjósundið, það má segja að það hafi verið svona gott-vont! Ég hef satt best að segja ekki stoppað að synda síðan. Ég hef synt hin ýmsu sjósund en það sem stendur upp úr er formlegt Viðeyjarsund sem ég þreytti nú síðasta sumar, ásamt tengdadóttur minni og vinkonu, og var þar með áttunda konan á Íslandi til að synda það sund. Vissulega hef ég fengið að heyra ýmislegt þegar ég segi við fólk að ég stundi þessa íþrótt. Sumir segja að ég sé skrýtin, bara rugluð. Hef verið spurð hvort ekki sé bara hægt að fylla baðkarið af klökum og liggja þar, og álíka spurningar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistill er sú að mig langar að deila með ykkur hvað sjósund hefur gert fyrir mig. Áður en ég byrjaði í sjósundi var ég með mikinn áreynsluastma, hafði exem og nánast ekkert þol. Ég gat ekki labbað upp Esjuna öðru vísi en að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og kasta mæðinni. Ég var endalaust með steraáburð á lofti til að bera á mig og stóð á öndinni ef ég reyndi að hlaupa eitthvað og varð þá í framan á litinn eins og karfi. Núna er þetta allt horfið og þakka ég sjósundinu fyrir það. Ég skokka upp Esjuna án nokkurra astmaeinkenna, fór meira að segja í fyrra upp á hæsta fjall stærsta jökuls Evrópu (Hvannadalshnjúk). Ég hljóp í sumar 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og degi síðar synti ég formlegt Viðeyjarsund (4,3 km). Einnig er exemið nánast alveg horfið. Enginn sem mig þekkir hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að gera þetta allt saman. Það sem gerist í líkamanum við það að fara í sjósund er að í kulda dragast æðarnar saman, pumpan fer alveg á fullt og álagið á hjartað eykst. Vissulega hljómar þetta svakalegt en treystið mér, þetta hefur gert kraftaverk fyrir mig, bæði andlega og líkamlega. Mér líður mun betur í dag og hlakka til að mæta í Nauthólsvíkina góðu í hverri viku til að synda með vinum mínum. Ég stunda þetta ekki ein því það er fullt af fólki sem stundar þessa íþrótt og félagsskapurinn er frábær og mjög dýrmætur. Það eru allir glaðir í sjónum og pottinum, allir stoltir af sjálfum sér að taka þeirri áskorun að skella sér í sjóinn í hvaða veðri sem er. Kæri lesandi, á nýársdag er nýárssundið okkar í Nauthólsvík. Ég hlakka mikið til að byrja árið á því að hitta vini mína og synda með þeim. Ég skora á þig að setja þér markmið um að prófa og koma í Nauthólsvík og synda með okkur kl. 11. Hlakka til að sjá þig :-)
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun