Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í nóvember 2006 keypti ríkissjóður 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkjunar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tímabilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkjunar á liðnum áratug, en undanfarna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Landsvirkjunar fjórfaldast í bandaríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrirtæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, er staðhæft að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægjandi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofangreindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í nóvember 2006 keypti ríkissjóður 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkjunar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tímabilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkjunar á liðnum áratug, en undanfarna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Landsvirkjunar fjórfaldast í bandaríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrirtæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, er staðhæft að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægjandi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofangreindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun