Vernd fæðingarorlofslaga ofmetin Lára V. Júlíusdóttir skrifar 19. desember 2011 07:00 Full ástæða er til að vekja athygli launafólks á nýlegri dómaframkvæmd í fæðingarorlofsmálum. Eins og kunnugt er gilda hér á landi lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sögð eru einhver þau framsæknustu sem um getur og oft er hampað þegar rætt er um hversu langt við Íslendingar höfum náð í fjölskylduvæðingu vinnumarkaðarins. Lögin eru líka tekin sem dæmi um jafnrétti kvenna og karla og henta því ágætlega þegar benda þarf á hvað löggjafinn hefur gert vel við konur á umliðnum árum. Það veldur því vonbrigðum þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi hversu erfitt starfsmenn á vinnumarkaði eiga með að fá rétt sinn viðurkenndan og hversu þungt sjónarmið atvinnurekandans vega, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. Lögin eru þannig matskennd og opin fyrir túlkun. Samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum er vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfsmanni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sönnunarbyrði fyrir því að gildar ástæður hafi legið til grundvallar uppsögninni er lögð á vinnuveitandann. Takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringargögnum á því hvað teljast vera gildar ástæður. Nýlegur dómur í Hæstarétti skal hér gerður að umtalsefni. Í málinu var um það deilt hvort atvinnurekandi, sem var opinber stofnun á heilbrigðissviði, gæti sagt upp þungaðri konu sem var almennur læknir til að ráða í hennar starf annan lækni sem hefði tiltekin sérfræðiréttindi. Konan hafði verið í starfi hjá stofnuninni í nokkur ár, fyrst lausráðin og síðan fastráðin. Þegar hún var upphaflega fengin til starfa hafði staðið til að ráða lækni með sérfræðiréttindi á tilteknu sviði sem stofnunin starfaði á en slíkur læknir hafði ekki fengist. Hjá stofnuninni störfuðu að jafnaði 7-8 læknar, þar af þrír með þessa tilteknu sérgrein, og hafði staðið til að bæta við þeim fjórða. Var konunni tilkynnt að þegar slíkur sérfræðingur fengist yrði henni sagt upp starfi. Þegar sérfræðingur loks fékkst stóð þannig á að konan var þá orðin barnshafandi. Henni var þrátt fyrir það sent uppsagnarbréf þar sem greint var frá því að nú hefði fengist sérfræðingur. Hún gerði fyrst kröfu til þess að fá að vinna fram að áætluðum fæðingardegi barnsins en því var hafnað. Hún var síðan látin hætta tveimur mánuðum áður en hún átti að fara í fæðingarorlof. Þá höfðaði konan mál og krafðist skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem konunni hefði verið gert ljóst að ef sérfræðingur á þessu tiltekna sviði fengist yrði henni sagt upp starfi, þá hefði atvinnurekandi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Þessi niðurstaða var síðan staðfest í Hæstarétti. Upplýsingar atvinnurekanda til starfsmannsins um þetta atriði voru m.ö.o. látnar vega þyngra en vernd fæðingarorlofslaga gegn uppsögn starfsmanna. Skipti þá engu máli þótt konan hefði starfað hjá stofnuninni í tæp þrjú ár og verið fastráðin nokkrum mánuðum áður. Sá rökstuðningur var talinn vera nægur að von væri á sérfræðingi til starfa. Framangreint dæmi sýnir hversu litla vernd fæðingarorlofslögin veita þegar á reynir. Þótt ákvæði sem þetta skipti alltaf máli er það aldrei mikilvægara en þegar samdráttur verður á vinnumarkaði. Ég skora á löggjafann að sjá til þess að ákvæði 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof verði breytt þannig að það veiti ekki falskar vonir og veiti atvinnurekendum ekki það svigrúm að senda fólk heim bótalaust þegar mest ríður á í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Full ástæða er til að vekja athygli launafólks á nýlegri dómaframkvæmd í fæðingarorlofsmálum. Eins og kunnugt er gilda hér á landi lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sögð eru einhver þau framsæknustu sem um getur og oft er hampað þegar rætt er um hversu langt við Íslendingar höfum náð í fjölskylduvæðingu vinnumarkaðarins. Lögin eru líka tekin sem dæmi um jafnrétti kvenna og karla og henta því ágætlega þegar benda þarf á hvað löggjafinn hefur gert vel við konur á umliðnum árum. Það veldur því vonbrigðum þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi hversu erfitt starfsmenn á vinnumarkaði eiga með að fá rétt sinn viðurkenndan og hversu þungt sjónarmið atvinnurekandans vega, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. Lögin eru þannig matskennd og opin fyrir túlkun. Samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum er vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfsmanni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sönnunarbyrði fyrir því að gildar ástæður hafi legið til grundvallar uppsögninni er lögð á vinnuveitandann. Takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringargögnum á því hvað teljast vera gildar ástæður. Nýlegur dómur í Hæstarétti skal hér gerður að umtalsefni. Í málinu var um það deilt hvort atvinnurekandi, sem var opinber stofnun á heilbrigðissviði, gæti sagt upp þungaðri konu sem var almennur læknir til að ráða í hennar starf annan lækni sem hefði tiltekin sérfræðiréttindi. Konan hafði verið í starfi hjá stofnuninni í nokkur ár, fyrst lausráðin og síðan fastráðin. Þegar hún var upphaflega fengin til starfa hafði staðið til að ráða lækni með sérfræðiréttindi á tilteknu sviði sem stofnunin starfaði á en slíkur læknir hafði ekki fengist. Hjá stofnuninni störfuðu að jafnaði 7-8 læknar, þar af þrír með þessa tilteknu sérgrein, og hafði staðið til að bæta við þeim fjórða. Var konunni tilkynnt að þegar slíkur sérfræðingur fengist yrði henni sagt upp starfi. Þegar sérfræðingur loks fékkst stóð þannig á að konan var þá orðin barnshafandi. Henni var þrátt fyrir það sent uppsagnarbréf þar sem greint var frá því að nú hefði fengist sérfræðingur. Hún gerði fyrst kröfu til þess að fá að vinna fram að áætluðum fæðingardegi barnsins en því var hafnað. Hún var síðan látin hætta tveimur mánuðum áður en hún átti að fara í fæðingarorlof. Þá höfðaði konan mál og krafðist skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem konunni hefði verið gert ljóst að ef sérfræðingur á þessu tiltekna sviði fengist yrði henni sagt upp starfi, þá hefði atvinnurekandi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Þessi niðurstaða var síðan staðfest í Hæstarétti. Upplýsingar atvinnurekanda til starfsmannsins um þetta atriði voru m.ö.o. látnar vega þyngra en vernd fæðingarorlofslaga gegn uppsögn starfsmanna. Skipti þá engu máli þótt konan hefði starfað hjá stofnuninni í tæp þrjú ár og verið fastráðin nokkrum mánuðum áður. Sá rökstuðningur var talinn vera nægur að von væri á sérfræðingi til starfa. Framangreint dæmi sýnir hversu litla vernd fæðingarorlofslögin veita þegar á reynir. Þótt ákvæði sem þetta skipti alltaf máli er það aldrei mikilvægara en þegar samdráttur verður á vinnumarkaði. Ég skora á löggjafann að sjá til þess að ákvæði 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof verði breytt þannig að það veiti ekki falskar vonir og veiti atvinnurekendum ekki það svigrúm að senda fólk heim bótalaust þegar mest ríður á í lífinu.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun