Ýktu hættuna af trjánum í Öskjuhlíðinni 16. desember 2011 08:00 Barrskógurinn og flugvöllurinn Allt að sextán metra há grenitré eru í elsta hluta skógarins í Öskjuhlíð sem einmitt er í aðflugs- og fráflugsstefnu við austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar.Fréttablaðið/Vilhelm Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. Í bréfinu til borgarinnar sagði Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri að athuganir við austur-vesturflugbraut sýndu að tré í Öskjuhlíð væru vaxin „verulega upp fyrir hindranaflöt flugbrautarinnar og þar með orðin hætta fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki“. Lækka þyrfti tré í skóginum. Brýnt öryggismál væri að hraða því eins og kostur væri. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafnaði í gær ósk Isavia um að lækka trén. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir enn of snemmt fyrir félagið að tjá sig um niðurstöðu ráðsins og vísaði á eftirlitsaðilann, Flugmálastjórn. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir ekki rétt að flugi stafi nú þegar hætta af trjánum í Öskjuhlíð. Isavia hafi þó fyrr á þessu ári, með samþykki Flugmálastjórnar, breytt verklagsreglum þannig að aðflug yfir Öskjuhlíðina að umræddri braut sé brattara en áður. Það ógni ekki flugöryggi. „Fyrir reynda flugmenn held ég að það sé alveg gott og gilt. Aðflugið inn á völlinn er aðeins erfiðara en ekki hættulegt,“ segir Valdís. Skógræktarfélag Reykjavíkur segir í umsögn til umhverfisráðs útilokað að saga ofan af trjám eins og Isavia leggi til án þess að trén drepist eða stórskaðist. Skógræktarmenn hafi á þriðjudag hitt fulltrúa Isavia sem hafi kveðið flugmálayfirvöld hafa lagaheimildir til að „fjarlægja fyrirstöður“ til að bæta flugöryggi. „Isavia vildi heldur vinna málið í sátt við hlutaðeigandi aðila en að beita þeirri heimild til hins ýtrasta,“ segir í umsögn Skógræktarfélagsins. Einnig hafi komið fram að austur-vesturbrautin sé á undanþágu. Valdís kveðst ekki þekkja til þess að flugmálayfirvöld hafi þær lagaheimildir sem skógræktarmenn vísi til. Flugbrautin sé ekki á undanþágu. „Flugmálastjórn Íslands er ekki að gefa undanþágu frá reglum eða stuðla að því að flugöryggi sé ógnað,“ segir hún. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem fékk málinu frestað í umhverfisnefnd í síðustu viku til að fá álit Skógræktarfélagsins, segir ljóst að Isavia hafi stórlega vanáætlað fjölda trjáa sem þyrfti að fórna. Rætt hafi verið um 170 tré að hámarki. Það væru aðeins fyrstu trén sem féllu. „Flugbrautin á að vera þarna til 2024. Grenitrén sem enn stæðu eftir halda áfram að vaxa og á endanum yrði greniskógurinn á þessu svæði allur felldur,“ segir Gísli Marteinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. Í bréfinu til borgarinnar sagði Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri að athuganir við austur-vesturflugbraut sýndu að tré í Öskjuhlíð væru vaxin „verulega upp fyrir hindranaflöt flugbrautarinnar og þar með orðin hætta fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki“. Lækka þyrfti tré í skóginum. Brýnt öryggismál væri að hraða því eins og kostur væri. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafnaði í gær ósk Isavia um að lækka trén. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir enn of snemmt fyrir félagið að tjá sig um niðurstöðu ráðsins og vísaði á eftirlitsaðilann, Flugmálastjórn. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir ekki rétt að flugi stafi nú þegar hætta af trjánum í Öskjuhlíð. Isavia hafi þó fyrr á þessu ári, með samþykki Flugmálastjórnar, breytt verklagsreglum þannig að aðflug yfir Öskjuhlíðina að umræddri braut sé brattara en áður. Það ógni ekki flugöryggi. „Fyrir reynda flugmenn held ég að það sé alveg gott og gilt. Aðflugið inn á völlinn er aðeins erfiðara en ekki hættulegt,“ segir Valdís. Skógræktarfélag Reykjavíkur segir í umsögn til umhverfisráðs útilokað að saga ofan af trjám eins og Isavia leggi til án þess að trén drepist eða stórskaðist. Skógræktarmenn hafi á þriðjudag hitt fulltrúa Isavia sem hafi kveðið flugmálayfirvöld hafa lagaheimildir til að „fjarlægja fyrirstöður“ til að bæta flugöryggi. „Isavia vildi heldur vinna málið í sátt við hlutaðeigandi aðila en að beita þeirri heimild til hins ýtrasta,“ segir í umsögn Skógræktarfélagsins. Einnig hafi komið fram að austur-vesturbrautin sé á undanþágu. Valdís kveðst ekki þekkja til þess að flugmálayfirvöld hafi þær lagaheimildir sem skógræktarmenn vísi til. Flugbrautin sé ekki á undanþágu. „Flugmálastjórn Íslands er ekki að gefa undanþágu frá reglum eða stuðla að því að flugöryggi sé ógnað,“ segir hún. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem fékk málinu frestað í umhverfisnefnd í síðustu viku til að fá álit Skógræktarfélagsins, segir ljóst að Isavia hafi stórlega vanáætlað fjölda trjáa sem þyrfti að fórna. Rætt hafi verið um 170 tré að hámarki. Það væru aðeins fyrstu trén sem féllu. „Flugbrautin á að vera þarna til 2024. Grenitrén sem enn stæðu eftir halda áfram að vaxa og á endanum yrði greniskógurinn á þessu svæði allur felldur,“ segir Gísli Marteinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira