Þrífyllti Hörpuna en komst ekki í gegnum greiðslumat 13. desember 2011 10:00 Sáttur Þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum greiðslumatið hjá bankanum sínum er Örn Elías bara sáttur með það, bankinn hafi sennilega verið að gera honum og fjölskyldunni meiri greiða heldur en hitt.Fréttablaðið/Stefán „Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en maður gerir sér grein fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Mugison hyggst þakka rækilega fyrir viðtökurnar á plötunni Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. Hann býður þjóðinni upp á sjö ókeypis tónleika; þrenna í Hörpunni og ferna úti á landi. Þrátt fyrir þessa miklu gjafmildi og rokna sölu komst tónlistarmaðurinn ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum, en hann hafði augastað á fallegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Mugison flutti í bæinn í haust eins og Fréttablaðið greindi frá og hefur dvalið, ásamt fjölskyldu sinni, í stúdíóíbúð í Vesturbænum. Fjölskyldan vildi stækka örlítið við sig og rakst á fallega eign í 101. Bankinn sagði hins vegar nei en Mugison erfir það ekki við hann, þvert á móti, þeir hafi örugglega bara gert honum greiða og þau hjónin urðu að endingu sammála um það. „Ég var að keyra framhjá Byko um daginn og sá þá svona 40 fermetra skúr, er ekki bara spurning um að finna bara einhverja lóð nálægt Melaskóla og planta honum þar? Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Playstation og málið dautt.“ Mugison gefur plötur sínar út sjálfur og er því sjálfs sín herra. Hins vegar stóð honum til boða að láta lögin sín í hendur FL Group á sínum tíma og tryggja sér þannig öruggt skjól. „Ég fór á þrjá fundi og þar stóð, með stóru letri, að þeir ættu sálina í mér, það kom auðvitað aldrei til greina.“ Platan Haglél hefur slegið í gegn hjá íslenskum tónlistarunnendum og selst hreinlega í bílförmum. Platan hefur engu að síður sett nokkurt strik í reikning tónlistarmannsins því upphaflega planið var: „Að gefa út þessa sætu, rólegu íslensku plötu, fara í próf og eiga kósý-desember,“ eins og Mugison lýsir því, en hann er skráður í Listaháskóla Íslands. „En nú er maður búinn að skrópa sig út úr öllum kúrsum. Haglél er annaðhvort búin að eyðileggja fyrir mér námið eða koma mér á rétta braut, þetta fer allt eftir því hvernig maður lítur á samhengið.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
„Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en maður gerir sér grein fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Mugison hyggst þakka rækilega fyrir viðtökurnar á plötunni Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. Hann býður þjóðinni upp á sjö ókeypis tónleika; þrenna í Hörpunni og ferna úti á landi. Þrátt fyrir þessa miklu gjafmildi og rokna sölu komst tónlistarmaðurinn ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum, en hann hafði augastað á fallegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Mugison flutti í bæinn í haust eins og Fréttablaðið greindi frá og hefur dvalið, ásamt fjölskyldu sinni, í stúdíóíbúð í Vesturbænum. Fjölskyldan vildi stækka örlítið við sig og rakst á fallega eign í 101. Bankinn sagði hins vegar nei en Mugison erfir það ekki við hann, þvert á móti, þeir hafi örugglega bara gert honum greiða og þau hjónin urðu að endingu sammála um það. „Ég var að keyra framhjá Byko um daginn og sá þá svona 40 fermetra skúr, er ekki bara spurning um að finna bara einhverja lóð nálægt Melaskóla og planta honum þar? Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Playstation og málið dautt.“ Mugison gefur plötur sínar út sjálfur og er því sjálfs sín herra. Hins vegar stóð honum til boða að láta lögin sín í hendur FL Group á sínum tíma og tryggja sér þannig öruggt skjól. „Ég fór á þrjá fundi og þar stóð, með stóru letri, að þeir ættu sálina í mér, það kom auðvitað aldrei til greina.“ Platan Haglél hefur slegið í gegn hjá íslenskum tónlistarunnendum og selst hreinlega í bílförmum. Platan hefur engu að síður sett nokkurt strik í reikning tónlistarmannsins því upphaflega planið var: „Að gefa út þessa sætu, rólegu íslensku plötu, fara í próf og eiga kósý-desember,“ eins og Mugison lýsir því, en hann er skráður í Listaháskóla Íslands. „En nú er maður búinn að skrópa sig út úr öllum kúrsum. Haglél er annaðhvort búin að eyðileggja fyrir mér námið eða koma mér á rétta braut, þetta fer allt eftir því hvernig maður lítur á samhengið.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira