Kveðjupartí Game of Thrones á Fjörukránni 13. desember 2011 10:00 Mikið stuð Jóhannes Viðar Bjarnason skellti upp mikilli veislu á Fjörukránni fyrir tökulið Game of Thrones, en fimm mánaða vinnu við þættina lauk formlega hér á landi á laugardaginn.Fréttablaðið/Arnþór Fimm mánaða löngu tökutímabili hjá tökuliði Game of Thrones lauk á laugardaginn og af því tilefni var skellt upp mikilli veislu á sunnudeginum. Staðsetningin var varla tilviljun, víkingastaðurinn Fjörukráin í Hafnarfirði. „Þeir lögðu staðinn undir sig en þetta var mjög þægilegt og gott fólk sem var auðvelt að vera með,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, vert á Fjörukránni. Jóhannes bauð tökuliðinu upp á þjóðlega íslenska rétti og íslenskt jólahlaðborð. Stærstur hluti tökuliðsins er frá írskum armi HBO og þegar tveir trúbadorar stigu á stokk söng tökuliðið hástöfum með. „Það er gott að halda partí á Fjörukránni,“ segir annar trúbadorinn, Ólafur Bjarnason. Hann spilaði og söng í næstum tvo tíma og þegar komið var að kveðjustund vildu gestirnir ekki fá neitt diskótek heldur heimtuðu meira kassagítarstuð. „Þeir þekktu lögin mjög vel og voru duglegir að skála,“ segir Ólafur. Mestu athyglina vakti auðvitað Kit Harington, sjálfur Jon Snow, sem leyfði hverjum sem vildi að mynda sig með sér. Tökuliðið svaf síðan úr sér á gistiheimilinu og hafði sig loks á brott eftir tæplega þriggja vikna dvöl hér á landi. Síðustu tökurnar fóru fram við Höfðabrekkuheiði á laugardaginn og lék blindbylur tökuliðið grátt. Sumum íslensku statistunum stóð hreinlega ekki á sama þegar veðrið var sem verst en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins náðist hins vegar að klára allar tökur. Íslensku statistarnir urðu aftur á móti veðurtepptir og neyddust því til að gista á Vík yfir nóttina.- fgg Game of Thrones Lífið Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Fimm mánaða löngu tökutímabili hjá tökuliði Game of Thrones lauk á laugardaginn og af því tilefni var skellt upp mikilli veislu á sunnudeginum. Staðsetningin var varla tilviljun, víkingastaðurinn Fjörukráin í Hafnarfirði. „Þeir lögðu staðinn undir sig en þetta var mjög þægilegt og gott fólk sem var auðvelt að vera með,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, vert á Fjörukránni. Jóhannes bauð tökuliðinu upp á þjóðlega íslenska rétti og íslenskt jólahlaðborð. Stærstur hluti tökuliðsins er frá írskum armi HBO og þegar tveir trúbadorar stigu á stokk söng tökuliðið hástöfum með. „Það er gott að halda partí á Fjörukránni,“ segir annar trúbadorinn, Ólafur Bjarnason. Hann spilaði og söng í næstum tvo tíma og þegar komið var að kveðjustund vildu gestirnir ekki fá neitt diskótek heldur heimtuðu meira kassagítarstuð. „Þeir þekktu lögin mjög vel og voru duglegir að skála,“ segir Ólafur. Mestu athyglina vakti auðvitað Kit Harington, sjálfur Jon Snow, sem leyfði hverjum sem vildi að mynda sig með sér. Tökuliðið svaf síðan úr sér á gistiheimilinu og hafði sig loks á brott eftir tæplega þriggja vikna dvöl hér á landi. Síðustu tökurnar fóru fram við Höfðabrekkuheiði á laugardaginn og lék blindbylur tökuliðið grátt. Sumum íslensku statistunum stóð hreinlega ekki á sama þegar veðrið var sem verst en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins náðist hins vegar að klára allar tökur. Íslensku statistarnir urðu aftur á móti veðurtepptir og neyddust því til að gista á Vík yfir nóttina.- fgg
Game of Thrones Lífið Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira