Kveðjupartí Game of Thrones á Fjörukránni 13. desember 2011 10:00 Mikið stuð Jóhannes Viðar Bjarnason skellti upp mikilli veislu á Fjörukránni fyrir tökulið Game of Thrones, en fimm mánaða vinnu við þættina lauk formlega hér á landi á laugardaginn.Fréttablaðið/Arnþór Fimm mánaða löngu tökutímabili hjá tökuliði Game of Thrones lauk á laugardaginn og af því tilefni var skellt upp mikilli veislu á sunnudeginum. Staðsetningin var varla tilviljun, víkingastaðurinn Fjörukráin í Hafnarfirði. „Þeir lögðu staðinn undir sig en þetta var mjög þægilegt og gott fólk sem var auðvelt að vera með,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, vert á Fjörukránni. Jóhannes bauð tökuliðinu upp á þjóðlega íslenska rétti og íslenskt jólahlaðborð. Stærstur hluti tökuliðsins er frá írskum armi HBO og þegar tveir trúbadorar stigu á stokk söng tökuliðið hástöfum með. „Það er gott að halda partí á Fjörukránni,“ segir annar trúbadorinn, Ólafur Bjarnason. Hann spilaði og söng í næstum tvo tíma og þegar komið var að kveðjustund vildu gestirnir ekki fá neitt diskótek heldur heimtuðu meira kassagítarstuð. „Þeir þekktu lögin mjög vel og voru duglegir að skála,“ segir Ólafur. Mestu athyglina vakti auðvitað Kit Harington, sjálfur Jon Snow, sem leyfði hverjum sem vildi að mynda sig með sér. Tökuliðið svaf síðan úr sér á gistiheimilinu og hafði sig loks á brott eftir tæplega þriggja vikna dvöl hér á landi. Síðustu tökurnar fóru fram við Höfðabrekkuheiði á laugardaginn og lék blindbylur tökuliðið grátt. Sumum íslensku statistunum stóð hreinlega ekki á sama þegar veðrið var sem verst en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins náðist hins vegar að klára allar tökur. Íslensku statistarnir urðu aftur á móti veðurtepptir og neyddust því til að gista á Vík yfir nóttina.- fgg Game of Thrones Lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Fimm mánaða löngu tökutímabili hjá tökuliði Game of Thrones lauk á laugardaginn og af því tilefni var skellt upp mikilli veislu á sunnudeginum. Staðsetningin var varla tilviljun, víkingastaðurinn Fjörukráin í Hafnarfirði. „Þeir lögðu staðinn undir sig en þetta var mjög þægilegt og gott fólk sem var auðvelt að vera með,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, vert á Fjörukránni. Jóhannes bauð tökuliðinu upp á þjóðlega íslenska rétti og íslenskt jólahlaðborð. Stærstur hluti tökuliðsins er frá írskum armi HBO og þegar tveir trúbadorar stigu á stokk söng tökuliðið hástöfum með. „Það er gott að halda partí á Fjörukránni,“ segir annar trúbadorinn, Ólafur Bjarnason. Hann spilaði og söng í næstum tvo tíma og þegar komið var að kveðjustund vildu gestirnir ekki fá neitt diskótek heldur heimtuðu meira kassagítarstuð. „Þeir þekktu lögin mjög vel og voru duglegir að skála,“ segir Ólafur. Mestu athyglina vakti auðvitað Kit Harington, sjálfur Jon Snow, sem leyfði hverjum sem vildi að mynda sig með sér. Tökuliðið svaf síðan úr sér á gistiheimilinu og hafði sig loks á brott eftir tæplega þriggja vikna dvöl hér á landi. Síðustu tökurnar fóru fram við Höfðabrekkuheiði á laugardaginn og lék blindbylur tökuliðið grátt. Sumum íslensku statistunum stóð hreinlega ekki á sama þegar veðrið var sem verst en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins náðist hins vegar að klára allar tökur. Íslensku statistarnir urðu aftur á móti veðurtepptir og neyddust því til að gista á Vík yfir nóttina.- fgg
Game of Thrones Lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira