Ótvíræður árangur Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. desember 2011 06:00 Ánægjulegt er að nú sér senn fyrir endann á gríðarlega erfiðum árum í rekstri ríkissjóðs Íslands. Á sama tíma berast okkur fréttir um baráttu ríkisstjórna í fjölmörgum ríkjum heimsins fyrir því að koma erfiðum og í senn mikilvægum aðgerðum á sviði ríkisfjármála í framkvæmd. Þessar ríkisstjórnir eru nú margar hverjar í svipaðri stöðu og núverandi ríkisstjórn var í þegar hún tók við í byrjun febrúar 2009 þó mér sé til efs að nánast nokkrar þeirra hafa þurft að glíma við viðlíka aðstæður og komu upp hér á landi. Með fjárlögum ársins 2012 sem Alþingi samþykkti í vikunni var stigið mikilvægt skref að hallalausum ríkisrekstri. Gera fjárlögin ráð fyrir rúmlega 20 milljarða króna halla eða 1,16% af vergri landsframleiðslu. Hallinn á næsta ári verður því tífalt minni en hann var þegar núverandi ríkisstjórn tók við ríkisfjármálunum. Árið 2008 var hann 216 milljarðar, 140 árið 2009, 120 árið 2010 og 46 á þessu ári. Þessi þróun sýnir þann árangur sem náðst hefur og hversu stutt er í að ríkisfjármálin verði kominn á sjálfbæran grunn. Umbyltingin hefur þó ekki orðið án fórna því ríkisstjórnin hefur þurft grípa til mikilla aðhalds- og tekjuöflunaraðgerða sem reynt hafa á almenning í landinu. Launa- og bótahækkanirSá mikli árangur sem þegar hefur náðst við að ná niður fjárlagahallanum hafa meðal annars skapað nægilegt svigrúm til að mæta útgjöldum vegna tímabærra kjarabóta. Síðastliðið vor náðist samkomulag á vinnumarkaði um talsverðar launahækkanir næstu árin. Hafa þær umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér fyrir ríkið vegna hækkana hjá opinberum starfsmönnum auk verulegra hækkana til almannatrygginga- og atvinnuleysisbóta. Fjárlög 2012 gera ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs við þessar hækkanir og verðlags- og gengisuppfærslur nemi 26,8 milljörðum króna. Samhliða samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins var ráðist í umtalsverðar hækkanir á lífeyri, örorku- og atvinnuleysisbótum. Þannig hækkaði grunnlífeyrir, aldurstengd örorkuuppbót, tekjutrygging og heimilisuppbót um 8,1% frá 1. júní 2011. Með því hækkaði lágmarkstrygging þeirra sem hafa engar tekjur aðrar en bætur almannatrygginga um 12.000 krónur. Grunnatvinnuleysisbætur hækkuðu einnig um 12.000 krónur í tæpar 162.000 krónur á mánuði. Til viðbótar þessum bótaflokkum var ráðist í hækkanir á endurhæfingarlífeyri, barnalífeyri, uppbót á lífeyri og sérstakri uppbót til framfærslu, vasapeningum og örorkustyrk um 8,1%. Sama máli gegnir um mæðra- og feðralaun, umönnunargreiðslur, maka- og umönnunarbætur, barnalífeyri vegna menntunar, dánarbætur, foreldragreiðslur, fæðingarstyrk og ættleiðingarstyrki. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir áframhaldandi hækkunum á alla þessa flokka þ.m.t. laun umfram verðlagsþróun þannig að sú kaupmáttaraukning sem hófst með þessum aðgerðum heldur áfram, ekki síst sökum þess að persónufrádráttur verður nú að fullu verðtryggður. Til viðbótar þessu má loks geta að fjárlög 2012 gera áfram ráð fyrir útgreiðslu vaxtabóta upp á 18 milljarða króna. Ýmsir hafa spurt hvers vegna ekki sé gengið enn lengra í fyrrgreindum hækkunum en vart verður séð annað en allt það svigrúm sem ríkisstjórninni hefur tekist að skapa þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður í ríkisfjármálum hafi verið nýtt til þessa. Þá ber að hafa í huga að ríkisstjórnir fyrri tíma og við auðveldari efnahagsaðstæður hafa ekki treyst sér til viðlíka hækkana í þessum efnum. Varðstaða um velferðarkerfiðRíkisstjórnin, og reyndar Alþingi allt, hefur lagt ríka áherslu á að verja velferðarsamfélagið í gegnum þessa erfiðu tíma. Við vinnslu fjárlagafrumvarps ársins 2012 var, eins og undanfarin ár, forgangsraðað í þágu velferðar og almannaþjónustu og aðferðafræði sem felur í sér flatan niðurskurð útgjalda ekki viðhöfð. Viðmið um samdrátt í útgjöldum voru 3% í almennum rekstri og stjórnsýslu, en 1,5% í velferðarmálum, s.s. heilbrigðisþjónustu, skólamálum, löggæslu, bótakerfum og sjúkratryggingum. Við meðferð Alþingis á frumvarpinu var ákveðið að ganga enn lengra í þessa átt og var dregið úr aðhaldskröfu á heilbrigðiskerfið sérstaklega líkt og gert var árið 2010. Hefur ríkt pólitísk samstaða um að sé þess kostur að draga enn frekar úr aðhaldskröfu á velferðarliði sé það fyrst gert á sviði heilbrigðismála. Sterkur efnahagsbatiEftir efnahagshrunið og nú síðustu misserin hefur enginn hörgull verið á spámönnum sem hrópa hátt um að allt muni eða sé að fara á versta veg. Oft eru þetta þeir sömu og lokuðu augum og eyrum fyrir öllum viðvörunarmerkjum fyrir hrun. Var því meðal annars spáð að með samþykki fjárlagafrumvarps yfirstandandi árs myndi kreppan dýpka með tilheyrandi skelfingu fyrir hið opinbera, heimili og fyrirtæki. Sem betur fer hefur sú spá ekki ræst fremur en margar aðrar í þessa veru. Um það vitna nýjustu tölur Hagstofunnar sem kynntar voru í vikunni. Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum ársins var sterkari en bjartsýnustu greiningaraðilar þorðu að spá. Í nóvember á síðasta ári var gert ráð fyrir hagvexti upp á 2% fyrir árið 2011 en nýjustu tölur Hagstofunnar benda til að hann hafi orðið 3,7% á fyrstu níu mánuðum ársins. Á milli annars og þriðja ársfjórðungs er vöxturinn nær ævintýralegur eða upp á 4,7%. Til að setja þessa tölu í samhengi þá er vöxturinn á þriðja ársfjórðungi innan ríkja ESB að meðaltali 0,3% og mesti hagvöxtur meðal þeirra mældist hjá Rúmeníu upp á 1,8%. Efniviður heimsendaspámanna til að berja í landsmenn bölmóðinn, svartsýni og sundurlyndi fer sífellt minnkandi. Á aðeins þremur árum hefur Ísland endurheimt efnahagslegt sjálfstæði sitt eftir hrunið 2008 og stefnir markvisst í átt að hallalausum ríkisbúskap og traustari forsendum fyrir sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Því ber að fagna um leið og rétt og skylt er að viðurkenna að mörg erfið verkefni bíða engu að síður úrlausnar. Við erum sannanlega á réttri leið en ekki komin alla leið í mark. Við þurfum að örva fjárfestingu og ná niður atvinnuleysi, gera fjármál ríkis og sveitarfélaga betur og að fullu sjálfbær, treysta forsendur velferðarsamfélagsins til framtíðar litið eins og efni frekast leyfa, hlúa að umhverfinu og okkur sjálfum. En, eftir það sem á undan er gengið er okkur engin vorkunn að klára þau verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ánægjulegt er að nú sér senn fyrir endann á gríðarlega erfiðum árum í rekstri ríkissjóðs Íslands. Á sama tíma berast okkur fréttir um baráttu ríkisstjórna í fjölmörgum ríkjum heimsins fyrir því að koma erfiðum og í senn mikilvægum aðgerðum á sviði ríkisfjármála í framkvæmd. Þessar ríkisstjórnir eru nú margar hverjar í svipaðri stöðu og núverandi ríkisstjórn var í þegar hún tók við í byrjun febrúar 2009 þó mér sé til efs að nánast nokkrar þeirra hafa þurft að glíma við viðlíka aðstæður og komu upp hér á landi. Með fjárlögum ársins 2012 sem Alþingi samþykkti í vikunni var stigið mikilvægt skref að hallalausum ríkisrekstri. Gera fjárlögin ráð fyrir rúmlega 20 milljarða króna halla eða 1,16% af vergri landsframleiðslu. Hallinn á næsta ári verður því tífalt minni en hann var þegar núverandi ríkisstjórn tók við ríkisfjármálunum. Árið 2008 var hann 216 milljarðar, 140 árið 2009, 120 árið 2010 og 46 á þessu ári. Þessi þróun sýnir þann árangur sem náðst hefur og hversu stutt er í að ríkisfjármálin verði kominn á sjálfbæran grunn. Umbyltingin hefur þó ekki orðið án fórna því ríkisstjórnin hefur þurft grípa til mikilla aðhalds- og tekjuöflunaraðgerða sem reynt hafa á almenning í landinu. Launa- og bótahækkanirSá mikli árangur sem þegar hefur náðst við að ná niður fjárlagahallanum hafa meðal annars skapað nægilegt svigrúm til að mæta útgjöldum vegna tímabærra kjarabóta. Síðastliðið vor náðist samkomulag á vinnumarkaði um talsverðar launahækkanir næstu árin. Hafa þær umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér fyrir ríkið vegna hækkana hjá opinberum starfsmönnum auk verulegra hækkana til almannatrygginga- og atvinnuleysisbóta. Fjárlög 2012 gera ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs við þessar hækkanir og verðlags- og gengisuppfærslur nemi 26,8 milljörðum króna. Samhliða samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins var ráðist í umtalsverðar hækkanir á lífeyri, örorku- og atvinnuleysisbótum. Þannig hækkaði grunnlífeyrir, aldurstengd örorkuuppbót, tekjutrygging og heimilisuppbót um 8,1% frá 1. júní 2011. Með því hækkaði lágmarkstrygging þeirra sem hafa engar tekjur aðrar en bætur almannatrygginga um 12.000 krónur. Grunnatvinnuleysisbætur hækkuðu einnig um 12.000 krónur í tæpar 162.000 krónur á mánuði. Til viðbótar þessum bótaflokkum var ráðist í hækkanir á endurhæfingarlífeyri, barnalífeyri, uppbót á lífeyri og sérstakri uppbót til framfærslu, vasapeningum og örorkustyrk um 8,1%. Sama máli gegnir um mæðra- og feðralaun, umönnunargreiðslur, maka- og umönnunarbætur, barnalífeyri vegna menntunar, dánarbætur, foreldragreiðslur, fæðingarstyrk og ættleiðingarstyrki. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir áframhaldandi hækkunum á alla þessa flokka þ.m.t. laun umfram verðlagsþróun þannig að sú kaupmáttaraukning sem hófst með þessum aðgerðum heldur áfram, ekki síst sökum þess að persónufrádráttur verður nú að fullu verðtryggður. Til viðbótar þessu má loks geta að fjárlög 2012 gera áfram ráð fyrir útgreiðslu vaxtabóta upp á 18 milljarða króna. Ýmsir hafa spurt hvers vegna ekki sé gengið enn lengra í fyrrgreindum hækkunum en vart verður séð annað en allt það svigrúm sem ríkisstjórninni hefur tekist að skapa þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður í ríkisfjármálum hafi verið nýtt til þessa. Þá ber að hafa í huga að ríkisstjórnir fyrri tíma og við auðveldari efnahagsaðstæður hafa ekki treyst sér til viðlíka hækkana í þessum efnum. Varðstaða um velferðarkerfiðRíkisstjórnin, og reyndar Alþingi allt, hefur lagt ríka áherslu á að verja velferðarsamfélagið í gegnum þessa erfiðu tíma. Við vinnslu fjárlagafrumvarps ársins 2012 var, eins og undanfarin ár, forgangsraðað í þágu velferðar og almannaþjónustu og aðferðafræði sem felur í sér flatan niðurskurð útgjalda ekki viðhöfð. Viðmið um samdrátt í útgjöldum voru 3% í almennum rekstri og stjórnsýslu, en 1,5% í velferðarmálum, s.s. heilbrigðisþjónustu, skólamálum, löggæslu, bótakerfum og sjúkratryggingum. Við meðferð Alþingis á frumvarpinu var ákveðið að ganga enn lengra í þessa átt og var dregið úr aðhaldskröfu á heilbrigðiskerfið sérstaklega líkt og gert var árið 2010. Hefur ríkt pólitísk samstaða um að sé þess kostur að draga enn frekar úr aðhaldskröfu á velferðarliði sé það fyrst gert á sviði heilbrigðismála. Sterkur efnahagsbatiEftir efnahagshrunið og nú síðustu misserin hefur enginn hörgull verið á spámönnum sem hrópa hátt um að allt muni eða sé að fara á versta veg. Oft eru þetta þeir sömu og lokuðu augum og eyrum fyrir öllum viðvörunarmerkjum fyrir hrun. Var því meðal annars spáð að með samþykki fjárlagafrumvarps yfirstandandi árs myndi kreppan dýpka með tilheyrandi skelfingu fyrir hið opinbera, heimili og fyrirtæki. Sem betur fer hefur sú spá ekki ræst fremur en margar aðrar í þessa veru. Um það vitna nýjustu tölur Hagstofunnar sem kynntar voru í vikunni. Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum ársins var sterkari en bjartsýnustu greiningaraðilar þorðu að spá. Í nóvember á síðasta ári var gert ráð fyrir hagvexti upp á 2% fyrir árið 2011 en nýjustu tölur Hagstofunnar benda til að hann hafi orðið 3,7% á fyrstu níu mánuðum ársins. Á milli annars og þriðja ársfjórðungs er vöxturinn nær ævintýralegur eða upp á 4,7%. Til að setja þessa tölu í samhengi þá er vöxturinn á þriðja ársfjórðungi innan ríkja ESB að meðaltali 0,3% og mesti hagvöxtur meðal þeirra mældist hjá Rúmeníu upp á 1,8%. Efniviður heimsendaspámanna til að berja í landsmenn bölmóðinn, svartsýni og sundurlyndi fer sífellt minnkandi. Á aðeins þremur árum hefur Ísland endurheimt efnahagslegt sjálfstæði sitt eftir hrunið 2008 og stefnir markvisst í átt að hallalausum ríkisbúskap og traustari forsendum fyrir sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Því ber að fagna um leið og rétt og skylt er að viðurkenna að mörg erfið verkefni bíða engu að síður úrlausnar. Við erum sannanlega á réttri leið en ekki komin alla leið í mark. Við þurfum að örva fjárfestingu og ná niður atvinnuleysi, gera fjármál ríkis og sveitarfélaga betur og að fullu sjálfbær, treysta forsendur velferðarsamfélagsins til framtíðar litið eins og efni frekast leyfa, hlúa að umhverfinu og okkur sjálfum. En, eftir það sem á undan er gengið er okkur engin vorkunn að klára þau verkefni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun