Lélegir brandarar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 8. desember 2011 06:00 Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa einbeitt sér sérstaklega að því að hræra í leikskólakerfi borgarinnar frá því þau tóku við stjórn í fyrra. Enginn málaflokkur á að vera undanskilinn hagræðingu, en reynslan hefur sýnt að hagræðing fylgir fáum aðgerðum meirihlutans. Þeim, sem þekkja til leikskólastarfs í borginni, ofbýður hvað stefnuleysið er algjört. Stefnuleysið lýsir sér í ákvörðunum án markmiða og því að mikilvægum spurningum er ekki svarað. Spurningum eins og hvort foreldrar ættu að greiða sambærileg gjöld fyrir leikskólapláss og dagforeldrapláss. Í dag er allt að 300% munur á þessum tveimur þjónustuleiðum. Ekki fást heldur svör við því hvaða stefnu eigi að fylgja í matarmálum leikskólabarna en þess má geta að leikskólabörnum er gefið að borða fyrir 232 kr. á dag. Sá rétti upp hönd sem veit hvernig á að lækka þann kostnað. Hagræðing sem engu skilarSjálfstætt leikskólasvið hefur verið bitbein á milli flokka í borgarstjórn en meirihlutinn varpaði orðinu leikskóli fyrir róða í sumar þegar leikskólasvið hvarf inn í nýtt skóla- og frístundasvið. Í kjölfarið létu af störfum öflugir fagmenn í yfirstjórn leikskóla borgarinnar. Nú hallar verulega á leikskólana og breytingarnar hafa reynst mikil blóðtaka fyrir þá. Með öllu er óljóst hvaða fjármunir sparast með þessari leikfimi. Á sama tíma voru 24 leikskólar sameinaðir í ellefu, þrátt fyrir hörð mótmæli. Stjórn félags leikskólakennara fordæmdi vinnubrögðin og mótmælti harðlega. Vinnubrögðin voru hroðvirknisleg og sameiningar settar af stað án nokkurs fyrirvara. Sem betur fer eru stjórnendur sameinuðu skólanna með mikla reynslu og kalla ekki allt ömmu sína. Uppákomurnar í kjölfarið hafa verið flóknar og margir skólanna glíma við að sameina gjörólíkar áherslur og skipulag. Það hlýtur að vera þreytandi að vera leikskólakennari og heyra stjórnmálamenn hrósa starfi sínu í hástert en fá síðan vanhugsaðar breytingar yfir sig með offorsi. Og hver er afraksturinn af þessum umbyltingum? Eftir að fagsviðið neyddist til að skila afkomuviðvörun var ljóst að niðurstaðan var sú sem varað hafði verið við. Hagræðingin reyndist engin fyrir grunnskóla og einungis 0,7% af rekstri leikskóla. Að auki verður að hafa í huga að ekki hafa verið gefnar upplýsingar um kostnaðinn sem fallið hefur til vegna breytinganna. Getnaðarvarnir til bjargar?Með réttu var mikill þungi settur í að koma öllum börnum fæddum 2009 inn á leikskóla á þessu ári en sá árgangur er stór. Þessu fylgdi mikið álag og þýddi að stækka þurfti marga leikskóla á sama tíma og verið var að sameina, hagræða og leggja niður leikskólasvið. Þjónustutryggingin sem hjálpaði mörgum var lögð niður og ekkert gert til að lækka greiðslur foreldra fyrir dagforeldraþjónustu þrátt fyrir að kostnaður við hvert rými hjá dagforeldri sé mun minni en við leikskólapláss. Síðar kom í ljós að margir skólar höfðu bæði pláss og starfsfólk til að bjóða að auki yngri börnum, fæddum 2010, pláss á þessu ári. Meirihlutinn hafnaði að taka þau börn inn og enn hafa ekki fengist skýringar á þeim skrípaleik sem átti sér stað í fjölmiðlum í kjölfar frétta um þessi lausu pláss. Fulltrúar Besta flokksins komu fram og sögðu ranglega að alltaf væru geymdir tugir plássa til þess að mæta óvæntum uppákomum! Borgarstjóri sagði að börn fædd 2010 yrðu ekki innrituð fyrr en á næsta ári og nefndi í furðulegri ræðu að það væri mjög dýrt að eiga börn og benti „fólki á þann möguleika að nota smokkinn, getnaðarvarnir og ófrjósemisaðgerðir“. Ég get fullvissað Jón Gnarr um að þessi málaflokkur er ekkert grín og að það er ekki tilviljun að málshátturinn „lengi býr að fyrstu gerð“ varð til. Meirihlutinn hækkar laun með því að lækka launRúsínan í pylsuendanum er svo launalækkun leikskólakennara. Fyrir stuttu kom formaður borgarráðs fram og varði ákvörðun borgarinnar um að leggja af svokallað neysluhlé leikskólakennara en starfsmenn njóta ekki hefðbundins matarhlés frá vinnu. Dagur B. Eggertsson fór með rangt mál þegar hann sagði að kjarasamningar fælu í sér að greiðslur fyrir neysluhlé færðust inn í grunnlaun í áföngum. Ekkert slíkt er í nýjum kjarasamningi og með ólíkindum að einn æðsti stjórnandi borgarinnar segi að fjármagna þurfi betri kjör leikskólakennara með því að rýra kjör þeirra. Skýrt stefnuleysiVandræðagangur meirihlutans í leikskólamálum kristallaðist í því að daginn eftir skýringar á launalækkunum sendi borgin frá sér yfirlýsingu um að innrita ætti á næstu dögum börn fædd 2010, réttum tveimur vikum eftir að borgarstjóri sagðist ekkert geta gert annað en að bjóða upp á smokka fyrir foreldra. Veit einhver hvert þessi meirihluti stefnir með leikskólastarf í borginni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa einbeitt sér sérstaklega að því að hræra í leikskólakerfi borgarinnar frá því þau tóku við stjórn í fyrra. Enginn málaflokkur á að vera undanskilinn hagræðingu, en reynslan hefur sýnt að hagræðing fylgir fáum aðgerðum meirihlutans. Þeim, sem þekkja til leikskólastarfs í borginni, ofbýður hvað stefnuleysið er algjört. Stefnuleysið lýsir sér í ákvörðunum án markmiða og því að mikilvægum spurningum er ekki svarað. Spurningum eins og hvort foreldrar ættu að greiða sambærileg gjöld fyrir leikskólapláss og dagforeldrapláss. Í dag er allt að 300% munur á þessum tveimur þjónustuleiðum. Ekki fást heldur svör við því hvaða stefnu eigi að fylgja í matarmálum leikskólabarna en þess má geta að leikskólabörnum er gefið að borða fyrir 232 kr. á dag. Sá rétti upp hönd sem veit hvernig á að lækka þann kostnað. Hagræðing sem engu skilarSjálfstætt leikskólasvið hefur verið bitbein á milli flokka í borgarstjórn en meirihlutinn varpaði orðinu leikskóli fyrir róða í sumar þegar leikskólasvið hvarf inn í nýtt skóla- og frístundasvið. Í kjölfarið létu af störfum öflugir fagmenn í yfirstjórn leikskóla borgarinnar. Nú hallar verulega á leikskólana og breytingarnar hafa reynst mikil blóðtaka fyrir þá. Með öllu er óljóst hvaða fjármunir sparast með þessari leikfimi. Á sama tíma voru 24 leikskólar sameinaðir í ellefu, þrátt fyrir hörð mótmæli. Stjórn félags leikskólakennara fordæmdi vinnubrögðin og mótmælti harðlega. Vinnubrögðin voru hroðvirknisleg og sameiningar settar af stað án nokkurs fyrirvara. Sem betur fer eru stjórnendur sameinuðu skólanna með mikla reynslu og kalla ekki allt ömmu sína. Uppákomurnar í kjölfarið hafa verið flóknar og margir skólanna glíma við að sameina gjörólíkar áherslur og skipulag. Það hlýtur að vera þreytandi að vera leikskólakennari og heyra stjórnmálamenn hrósa starfi sínu í hástert en fá síðan vanhugsaðar breytingar yfir sig með offorsi. Og hver er afraksturinn af þessum umbyltingum? Eftir að fagsviðið neyddist til að skila afkomuviðvörun var ljóst að niðurstaðan var sú sem varað hafði verið við. Hagræðingin reyndist engin fyrir grunnskóla og einungis 0,7% af rekstri leikskóla. Að auki verður að hafa í huga að ekki hafa verið gefnar upplýsingar um kostnaðinn sem fallið hefur til vegna breytinganna. Getnaðarvarnir til bjargar?Með réttu var mikill þungi settur í að koma öllum börnum fæddum 2009 inn á leikskóla á þessu ári en sá árgangur er stór. Þessu fylgdi mikið álag og þýddi að stækka þurfti marga leikskóla á sama tíma og verið var að sameina, hagræða og leggja niður leikskólasvið. Þjónustutryggingin sem hjálpaði mörgum var lögð niður og ekkert gert til að lækka greiðslur foreldra fyrir dagforeldraþjónustu þrátt fyrir að kostnaður við hvert rými hjá dagforeldri sé mun minni en við leikskólapláss. Síðar kom í ljós að margir skólar höfðu bæði pláss og starfsfólk til að bjóða að auki yngri börnum, fæddum 2010, pláss á þessu ári. Meirihlutinn hafnaði að taka þau börn inn og enn hafa ekki fengist skýringar á þeim skrípaleik sem átti sér stað í fjölmiðlum í kjölfar frétta um þessi lausu pláss. Fulltrúar Besta flokksins komu fram og sögðu ranglega að alltaf væru geymdir tugir plássa til þess að mæta óvæntum uppákomum! Borgarstjóri sagði að börn fædd 2010 yrðu ekki innrituð fyrr en á næsta ári og nefndi í furðulegri ræðu að það væri mjög dýrt að eiga börn og benti „fólki á þann möguleika að nota smokkinn, getnaðarvarnir og ófrjósemisaðgerðir“. Ég get fullvissað Jón Gnarr um að þessi málaflokkur er ekkert grín og að það er ekki tilviljun að málshátturinn „lengi býr að fyrstu gerð“ varð til. Meirihlutinn hækkar laun með því að lækka launRúsínan í pylsuendanum er svo launalækkun leikskólakennara. Fyrir stuttu kom formaður borgarráðs fram og varði ákvörðun borgarinnar um að leggja af svokallað neysluhlé leikskólakennara en starfsmenn njóta ekki hefðbundins matarhlés frá vinnu. Dagur B. Eggertsson fór með rangt mál þegar hann sagði að kjarasamningar fælu í sér að greiðslur fyrir neysluhlé færðust inn í grunnlaun í áföngum. Ekkert slíkt er í nýjum kjarasamningi og með ólíkindum að einn æðsti stjórnandi borgarinnar segi að fjármagna þurfi betri kjör leikskólakennara með því að rýra kjör þeirra. Skýrt stefnuleysiVandræðagangur meirihlutans í leikskólamálum kristallaðist í því að daginn eftir skýringar á launalækkunum sendi borgin frá sér yfirlýsingu um að innrita ætti á næstu dögum börn fædd 2010, réttum tveimur vikum eftir að borgarstjóri sagðist ekkert geta gert annað en að bjóða upp á smokka fyrir foreldra. Veit einhver hvert þessi meirihluti stefnir með leikskólastarf í borginni?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun